Veiðimaðurinn - 01.12.1940, Qupperneq 26

Veiðimaðurinn - 01.12.1940, Qupperneq 26
Alex,andra — Peter Ross — Butcher — Bloody Butcher — Grouse & Claret — Mallard & Claret — Black Doctor — Silver Doctor — Wilkinson — Blue Charm. — Athuga skal að stækka flug- una eftir því sem straumurinn er meiri, og ef dimmt er yfir, og eins minnka flugustærðina í björtu og straumlitlu vatni, einnig getur maður reynt að haf.a bjarta og dökka flugu á sama flugu- strengnum. Þegar fiskað er í straumlausu vatni, er venjulegt að hafa minnst tvær en oftast þrjár flugur á sama flugutaumn- um og eru það stærðirnar no. 10, 11, 12 og 14. Flugunum er raðað þannig á tauminn, að minnsta flugan er látin vera á endanum og stærri flugurnar ofar. Þegar tekið er tillit til kringumstæðna, hvað veður snertir, er oft ekki sama hvernig flugutegundunum er raðað á tauminn og gildir þetta sérstaklega þeg- ar fiskurinn er tregur að taka. Ég ætla að skrifa hér niður nokkrar samsetn- ingar, sem ég hef reynt í Elliðavatni, en mætti þó reyna víðar ipieð góðum ár- angri. Til eru þó margar uppskriftir af slíkum samsetningum, sem hægt er að ná upp úr enskum veiðibókum. Endafluga Alexandra Grouse & Claret Rockstaðs Speciale Peter Ross Thunder & Ligh Black Doctor Alexandra Miðfluga Bloody Butcher Teal & Red Greenwells Glory Teal & Claret Teal & Yellow Mallard & Silver Col. Downmann Efstafluga Heckham & Red Kingfisher Butcher Bloody Butcher Gold Butcher Kingfisher Butcher Butcher Heckham & Green þegar heitt er í veðri og sólskin er. í rigningu og þegar alskýjað er. Þó hér séu taldar nokkuð margar teg- undir, er ekki nauðsynlegt að hafa þær allar, þó .alltaf sé gaman að eiga gott úrval af flugum, en margir erú það sem hafa í fluguboxinu 8—10 tegundir, en hverja tegund í sem flestum stærðum, og er það að mínu áliti afar hyggilegt. Svo eru margir sem hafa óbifandi trú á einhverri sérstakri flugutegund og nota hana þá undir hvaða kringumstæðum sem er, en það getur oftverið gott að skipta um flugutegundir og prófa sem flestar af þeim, ef fiskurinn er tregur að taka. Að endingu vil ég benda tilvonandi fluguveiðimönnum á, að taka ílugu- tauminn úr boxinu ,að aflokinni veiði- ferð og láta hann þorna og einnig að geyma aldrei flugutauminn í girnisbox- inu með áhnýttum flugum, það eyði- leggur flugutauminn og fluguna. /. E. Rafskinna — „gengur“ tv/svar á ári 60

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.