Veiðimaðurinn - 01.12.1940, Side 35

Veiðimaðurinn - 01.12.1940, Side 35
Lyfjaskrín veiðimannsms Það er nauðsynlegt fyrir veiðimenn, ekki síður en aðra ferðalanga, að geta veitt félögum sínum og öðrum einhverja hjálp, ef slys skyldu bera að höndum. Slíka hjálp er þó varla hægt að veita, nema eitthvað sé við höndina af lyfjum og umbúðum og að menn kunni með það að fara; en það er ótrúlega lítið, sem komast má af með til þess að geta veitt þá bráða- birgðahjálp, sem oftast er mest þörf- in íyrir á slíkum ferðalögum. Lyfjaskrínið, sem þið sjáið hér á myndinni, er aðeins 15x12 cm. að stærð, svo ekki fer mikið fyrir því í farangrinum, en þó er í því allt það helzta, sem þér þurfið á að halda af umbúðum og lyfjum. Þessi lyfjaskrín kosta 10 krónur hér í lyfjabúðum, með eftirfarandi innihaldi: Grisjubindi, 2 stk. 5 cm. breið. Grisjubindi, 1 stk. 8 cm. breitt Bómullarbindi, 1 stk. 8 cm. breitt. Bómull, 1 böggull 10 gr. Skyndiplástrar með grisju, 2 stk. Heftiplástrar 1 rl. 2 cm.. br. Lásnælur, 1 askja. Gult vasilín. 1 tb. Rivanolupplausn, 20 gr. Asperin, 20 töflur. Vismuttölur 12 stk. Kamfórudropar 20 gr. Verk og vindeyðandi dropar 20 gr. Þótt allt þetta sé komið í skrínið, er ennþá rúm í því, ef menn t. d. óskuðu eftir að hafa með sér fleiri grisjubindi, eða annað, sem þeim fyndist vanta. Nú skal það nánar athugað, hvernig nota á þetta innihald lyfjaskrínsins. Ef menn hafa skorið sig eða rifið sig illa, t. d. á öngli, er sjálfsagt að ftreinsa strax sárið. Er þá bðmullar- hnoðri vættur í Rivanolupplausninni og sárið þvegið úr því, eða dálitlu af vökvanum er helt yfir sárið, en síðan bundið um með grisjubindi. Mjórri bindin (5 cm. br.) eru notuð ef sárið er á fingrum, en sé það annarsstaðar á líkamanum, eru breiðari bindin not- uð. Rivanol er mjög sótthreinsand'i vökvi, sem ekkert svíður undan. Sé um litla skeinu eða stungusár að ræða, þarf ekki að búa um það með grisjubindi, heldur nægir að skera ögn af skyndiplástrinum (Lomaplast) og festa honum yfir meiðslin, eftir að búið er að hreinsa þau með rivanol. Gætið ávallt hins fyllsta hreinlætis þegar þér búið um sár, og snertið t. d. aldrei þann hluta umbúðanna, sem lagður er næst sárinu. Bómullarbindið, sem í skríninu er, á ekki að nota til þess að binda um 69

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.