Veiðimaðurinn - 01.12.1954, Side 7

Veiðimaðurinn - 01.12.1954, Side 7
fremur var hann mjög lærður bæði í steinafræði og fornfræði. Af því, sem að framan er sagt, inætti ætla að maður þessi hefði haft lítinn tíma aflögu til tómstundaleiks. En hann gaf sér þó tíma til að veiða á stöng. f stóru vísindariti, Historia Animalurn, einu af mörgum, sem eftir hann liggur, er eitt bindið um fiska o. fl. Lýsir liann þar hinum ýmsu tegundum nákvæmlega, útliti, byggingu, innýflum, lit o. s. frv. og dregur saman allan fróðleik, sem hann komst yfir um það efni, allt til forn-grískra og rómverskra heimilda. Hann helgar t. d. urriðanum einum kafla, sem er um 12000 orð og með sjö skýr- ingarmyndum. Hann segir frá ýrnsum aðlerðum til að veiða liann, bæði lög- legum og ólöglegum, því einnig í þá daga voru til reglur um veiðiaðlerðir, sem heiðarlegir menn töldu sér skylt að hlýða. T. d. segir hann á einum stað: „í veiðilöggjöf vorri er bannað að veiða urriða undir vissri stærð.“ í Bæheimi segir liann að ákvæðið sé 11 þumlungar, og er það góð lágmarksstærð. Á lians dögum voru til ýmsar kenn- ingar um flugur. Sjálfur vill Gesner lítið lullyrða um það efni, en vísar til skrif- aðra heimilda, sem til séu um það. Hann segir m. a.: ,,/ april er talið gott að nota flugu með rauðum silkibúk, grænum haus og rauðum hænufjöðrum. í maí á búkurinn að vera úr rauðu silki, með gullnu vafi, hausinn svartur og vængirnir rauðir úr fjöðrum af ungum hana. / júní á búkur flugunnar að vera blár með gullnu vafi og hausinn svartur, úr undirfjöðrum at akurhænu. I júli á búkurinn að vera úr grænu silki með gullnu vafi, hausinn blár og vængirnir gulir. Agúst-flugan á að vera þannig: Búkurinn úr löngum fjöðr- um af páfugls-hana (sennilega stélfjöðr- unum) með gullvafi, liausinn gulur og xængirnir úr snípufjöðrum. / september á búkurinn að vera tir gulu silki, með rauðu vafi, hausinn dökkur og vængirnir úr bakfjöðrum af hvítri rjúpu.“ Hver veit nema rétt væri að reyna þetta þegar allt annað bregzt! Gesner segir frá veiðiaðferðnm Make- doníumanna á þessa leið: „Þeir, sem kunna vel til verka og hafa langa reynslu í því að veiða urriða, fara að með mikilli kænsku. Þeir vefja öngulinn með hvítri tdl og festa þar við tvær vaxbornar hausfjaðrir af hænu. Stöngin er 6 feta löng og línan líka. Flugunni er kastað gætilega út í ána, og fiskurinn lætur ginnast af litnum — held- ur að þarna sé gómsætur munnbiti, en lestist sjálfur á önglinum og verður síð- an kræsing á borði veiðimannsins.“ Gesner getur einnig um enska stanga- o o o veiðimenn, sem liann hefur skrifazt á við, og má af því ráða, að þessi íþrótt hef- ur þá verið orðin útbreidd í Englandi. Einhverjar sagnir eru til um að Eorn- Grikkir hali fengizt við stangaveiði, og sennilegt er að hún hali verið stunduð í einhverri mynd á öllum öldum. í fyrstu hefur matarþörfin að sjálfsögðu \erið orsök þess að menn fóru að reyna að ná fiski á þennan hátt, en jreir hafa fljót- lega fundið að hér var eitthvert seið- magn samfara gleðinni yfir því, að ná fiski til að borða — einhver undarlega æsandi tilfinning við „kippinn“, þótt tæki þeirra gerðu þeim ekki unnt að greina hann eins vel og við gerum nú með \eiðistöngum okkar. Veiðimaburin.n 5

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.