Veiðimaðurinn - 01.12.1954, Síða 8

Veiðimaðurinn - 01.12.1954, Síða 8
Rithöfundurinn Juhani Aho talar unr það sem sjálfsagðan lilut, að forfeður hans í fornöld hafi notað viðargreinar fyrir fiskistengur. Má vel vera að til séu t Finnlandi einhverjar sagnir um það. Eins og skýrt hefur verið frá hér að framan, er vitað með vissu, að stangveiði var iðkuð á Englandi þegar á 15. öld, en ýmislegt bendir til að menn hafi verið farnir að stunda hana þar löngu lyrir þann tínia. Verður j>;i líka að telja sennilegt að Skotar og Irar hafi einnig iðkað hana, því margar fiskisælar ár og ágæt veiðivötn eru í löndum þeirra. Eigi virðist heldur fráleitt að hugsa sér að Norðmenn hafi veitt fisk með þessum hætti. En hvar menn hafa fyrst íarið að stunda þessa vinsælu veiðiaðferð sem skemmtiíþrótt, verður sennilega aldrei hægt að grafa upp, því ólíklegt verður að telja að þessi tegund „vopna“ liafi verið lögð í grafir nteð látnum „veiði- kóngum“ og komi þannig fram í dags- ljósið með aðstoð fornfræðinganna, enda þyrftu stengurnar að hafa verið vel „lakk- bornar“ eða „smurðar" tii þess að nokk- uð væri eftir af þeim! ★ En hvað er þá langt síðan við íslend- ingar fórum að veiða á stöng? Flestir mundu sennilega svara þeirri spurningu á þá leið, að við hefðum lært það af Englendingum þegar þeir fóru að koma hingað til laxveiða á síðari hluta 19. aldar. Það mun vera rétt, að Englend- ingar hafi notað hér fyrstir manna þau veiðitæki, sem nú tíðkast, og kennt nokkrum íslendingum meðferð þeirra, en það sannar ekki að stangaveiði liafi aldrei verið iðkuð hér áður í einhverri mynd. 6 í fornsögum okkar eru ýmis orðatil- tæki, sem benda mjög til þess, að stanga- veiði hafi verið iðkuð hér þegar á sögu- öld — og nieira að segja hin göfugasta grein hennar, fluguveiðin. í ræðu, sem Gunnar J. Möller flutti á árshátíð S.V.F.R. fyrir nokkrum árurn, kom hann að þessu efni og benti á nokk- ur dæmi þessari skoðun til stuðnings. Komst hann m. a. að orði á þessa leið: „Ég hélt til skannns tíma, og þið liafið sennilega öll lialdið það líka, að Eng- lendingar hefðu kennt okkur að veiða á stöng. . . . En ni't hef ég gert merkilega uppgötvun. Síðustu tín árin hef ég haft lítinn tíma tii að iesa annað en Veiði- manninn og Field & Stream og svo auð- \itað Walton og nú síðast Blöndal — annars hefði þetta runnið upp lyrir mér löngu fyrr. En nú undanfarið hef ég verið að rifja upp Islendingasögurnar, og þar blátt áfram úir og grúir af sönn- unum fyrir því, að stangveiðar hafi verið stundaðar hér þegar á söguöld. hað er nú t. d. sagan utn Hrafna-Flóka. Um liann er það vitað, að fyrra sumarið, sem hann var hér — og þá vestur á Vatnsfirði — gleymdi hann sér svo gersamlega við veiðar, að ekkert varð úr heyskap og allt kvikfé hans drapst um veturinn. Það sér nú hver heilvita rnaður, að ekki liefði Flóki gleymt sér svona við að draga þorsk eða veiða grásleppu. Hitt skiljum við miklu betur, að hann hafi — eins og máske finnast dæmi um nú á tímum líka —■ vanrækt nauðsynleg störf vegna laxveiða! Þá segir frá því í Laxdælu, að þegar þeir Björn austræni og Helgi bjólan voru að reyna að draga föður sinn, Ketil gamla flatnef, með sér til íslands, þá VEinlMAÐURINN

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.