Veiðimaðurinn - 01.12.1954, Qupperneq 18
ekki lengi á. Ég sigraði iljótt. Eitir stutta
stund voru þrjár fallegar bleikjur komn-
ar á land. Ég lagði þær hlið við lilið
og dáðist að fegurð þeirra nokkur augna-
blik. Hún var óneitanlega mikil. Þær
voru vænar og nýgengnar úr sjó. Ég
reyndi aftur, og enn var fast í fiski,
en hann lét sér ekki nægja tvær rokur,
eins og bleikjurnar, heldur hentist hann
upp t'tr vatninu — og sjá, þetta var lax!
Litht síðar lá hann við hliðina á hinum
fiskunum. Hann var 8 pund. Laxinn
er aðalborinn fiskur, sem fangar liugi
manna og vekur alls staðar ltrifningu.
Ég gekk nú áfram inn með ánni og
o o o
reyndi á tveim stöðum og fékk ltleikj-
ur f þeirn báðum. Ég kom að djúpum
hyl, sem þótti mjög gjöfull þegar veitt
var með netum. Nú sá ég þar þrjá stór-
Laxa, sem lágu í röð á mjög miklu dýpi.
Þetta voru þóttafullir fiskar og litu ekki
við neinu, sem ég bauð þeim.
Ég tók nú alla veiðina, bar liana upp
á bakka og sótti síðan hestinn, sem beið
mín rólegur og iineggjaði þegar hann
sá mig nálgast.
Ég fór á bak, valdi góðan stað til
þess að komast yfir ána óg skildi svo
við fiest og farangur á vesturbakka henn-
ar. Næst skyldi reynt við þann hylinn,
sem ég hafði mestan áhuga fyrir.
Hylur þessi er mjög stór og fallegur
og býr yfir mörgum möguleikum. Enn
þann dag í dag tei ég þennan hyl með-
al fallegustu veiðistaða, sem ég þekki.
Veður var nú orðið kyrrt og nokkuð
bjart. Ég gekk hægt inn með hylnutn.
Víða sást glitta í hvíta ugga bleikjunnar
þar sem hún andæfði gegn hægum
straumi. En hvað var nú þarna? Stórlax
lá þar skammt frá landi. Ég varaðist að
styggja þennan lónbúa og fór að öllu
varlega. En hvernig sem ég reyndi að
fá hann til við ntig, hreyfði hann sig
ekki. Hann leit ekki við neinu, sent ég
bauð lionum. Þetta var ljóti gikkurinn!
Ég labbaði vonsvikinn frá hylnunr góða,
reyndi þar ekki meira í bráðina.
Ég liélt nú enn lengra inn með ánni,
kastaði allvíða og varð var við mikið af
bleikju. En flestar litu þær aðeins við
beitu minni og sneru svo frá. Veðrið
var orðið kyrrt og bjart. í litlum hyl
kom þó lax þjótandi og greip beituna
hjá mér. Það var 12 punda hrygna, ný-
gengin og falleg.
(ileðin náði strax liástigi. Ég ætlaði
ekki að fara lengra inn með ánni. Nú
var bezt að vera rólegur nokkra stund
og fá sér bita. Það var ekki ólíklegt að
aftur þyngdi í lofti.
Tveir laxar og tólf bleikjur voru þeg-
ar á landi. Það var sæmilegur afli.
Oft hefur lmgurinn hvarflað til þess-
arar stundar, og mér er minnisstætt, hvað
mér leið vel og fannst allt fagurt o<>
n o o
gott.
Þegar ég liafði setið litla stund og
tekið til matarins, kom hundurinn minn
þjótandi til nn'n og minnti á að hann
væri líka svangur. Þessi hundur var svart-
ur með hvítar framlappir og livítan hring
um hálsinn. Þetta var stór og fallegur
liundur, framúrskarandi þriíinn og vina-
legur. Hann var að vanda þurr og
hreinn, þó að ég væri búinn að fara yfir
margar ár og læki. Hann hafði það fyrir
sið, þegar ég reið yfir vatnsföll, að koma
hlaupandi og teygja sig upp eftir síðu
hestsins. Tók ég þá í annan framfótinn
og kippti honum á bak, annaðhvort fyrir
framan mig eða aftan. Hann var skemmti
16
Veiðimaðurixn