Veiðimaðurinn - 01.12.1954, Page 19

Veiðimaðurinn - 01.12.1954, Page 19
legur förunautur. Hann var heldur ekki afskiptur þegar sezt var að snæðingi nest- isins. Ekki hafði ég setið þarna lengi þegar mig fór að langa til að freista gæfunnar á ný. Skyldi laxinn í stóra hylnum liggja þar ennþá? Þegar ég kom aftur að hylnum, sá ég hvar sá stóri lá kyrr á sama stað. Eg kastaði spæni fyrir framan hann, og nú hafði höfðinginn fengið lystina. Hann t(')k í fyrsta kasti og var vel fastur. Þetta var skemmtilegur fiskur. Hann fór lang- ar rokur og stökk hátt og fallega. Áreið- anlega 20 punda fiskur. Allt lék í lyndi og lax þessi gerði eins og aðrir auðþreyttir fiskar, hann lagðist á hliðina þegar hann kenndi grunnsins. Ég læddist að hon- um, með stöngina í vinstri hendi, náði um sporðstæðið með þeirri hægri og kippti þessum 20 punda bolta á land. Fallegur var liann, en því miður hafði hann lagt af um rúm 4 pund! Vogin sagði hann ekki nema 16. Ég settist hjá laxinum og strauk hann og, blessaði s-óða stund. Ekki hefði liann orðið mér minnisstæðari þó að hann hefði tekið strax um morguninn. Ætli þess- ir duttlungar séu ekki eitt af því sem gerir laxinn svo eftirsóknarverðan? Birtan var nii orðin hagstæð til að sjá um hylinn. Ég gekk því upp á bakkann, en liann var þarna bæði hár og brattur. Þaðan sá ég sæmilega vel um nokkurn hluta hylsins. Neðan til sást móta fyrir nokkrum bleikjum. En langt úti í hyln- um, á nokkru dýpi, sást móta fyrir laxi. Bezt að reyna við hann. Ég fór yfir ána og hugðist reyna frá hinum bakkanum. É.g óð þar tit svo langt sem ég komst og kastaði spæninum á heppilegan stað rétt fyrir ofan laxinn. Og sjá, hann tók viðbragð, renndi sér á spóninn og kok- gleipti. Þessi lax var rúm 12 pund, og síðan gaf þessi fallegi hylur mér þrjár bleikjur. Þegar hér var komið sögu fór ég að safna saman veiðinni og öðru því, sem ég hafði meðferðis. Veiðin var nú orðin 16 bleikjur og 4 laxar. Um stærð lax- anna hef ég áður getið. Bleikjurnar voru 2—5 pund. Þetta var óneitanlega falleg veiði, enda var ég ákaflega hreykinn af henni. Ég ákvað að halda heim beina leið. Ég tók sundur stöngina og stakk henni í liylkið, sannfærður um að hún væri heimsins bezta stöng. Nú geymi ég hana sem minjagrip. ★ Þetta var síðasta sumarið, sem ég skemmti mér við veiðar í þessari á. Mér finnst nú, 25 árum síðar, að hálf- gerð skömm sé að veiða þar á annað en flugu. Svo margir fallegir veiðistaðir eru þar á stuttum kafla. Þó má segja að spænir mínir og maðkar hafi verið mikil framför frá neta-rányrkjunni, sem um þessar mundir var á góðri leið að eyði- leggja alla veiði í ánum í þessari sveit. Þegar heim kom, man ég að ég tók pokana nreð veiðinni, rogaðist með þá inn í eklhús og hvolfdi úr þeirn í tóman þvottabala, sem stóð þar á gólfinu. Kven- fólkið rak upp angistaróp: „Ætli strák- urinn sé orðinn bandvitlaus!“ En þegar mamma kom inn í eklhúsið fékk ég fyr- irgefningu og enginn skuggi féll á gleði mína. Þetta voru mínir hamingjudagar. Veiðimaðurinn 17

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.