Veiðimaðurinn - 01.12.1954, Side 20
VIGGÓ JÓNSSON:
KUUfcrd í Kjós.
LAUGARDAGINN 13. nóvember s.l.
fóru upp að Bugðu í Kjós, á vegum
S.V.F.R., þeir F.rik Mogensen fiskifræð-
ingur, Einar Hannesson frá Veiðimála-
skrifstofunni og ofanritaður frá félag-
inu, til þess að kreista nokkra laxa, sem
geymdir voru í viki í lækjarsitru, sem
rennur í Bugðu, skammt fyrir ofan vatna-
mót hennar og Dælisár. Laxarnir voru
veiddir nokkru áður, með ádráttarneti,
en þar sem þeir voru þá ekki komnir
nægilega nærri goti, voru þeir geymdir
til betri tíma. Var búið rammbyggilega
um pollinn og vírnet strengt yfir, til þess
að hvorki ránfugl eða minkur kæmist
í geymsluna. Til veiði þessarar þurfti
auðvitað leyfi viðkomandi ráðuneytis;
höfðum við það upp á vasann og sáum
dyggilega um að öllum fyrirskipuðum
reglum væri fullnægt.
Lagt var af stað upp úr hádeginu, og
gekk hann á með slydduéljum og var
heldur dökkleitur í norðrinu. Það var
því eins gott að vera við öllu búinn úr
þeirri átt. Þegar í Kjósina kom, var
slyddan orðin að hagli og sáum við nú
fram á að kuldalegt yrði verkið, enda
fengum við að kenna á því. Bugða og
Dælisá voru heldur við vöxt og vorum
við Einar ekki viðbúnir því. Við fórum
því heim að Meðalfelli til þess að biðja
Jóhannes Ellertsson, sem gætir Meðal-
fellsvatns um veiðitímann, að flytja okk-
ur á „traktornum“ yfir Dælisá. Það stóð
ekki á pilti og settumst við Einar upp í
aftaníkerru, sem fest var við „traktor-
inn“, og var nix lagt af stað. Brátt sauð
á keipum og leit ég á Einar til þess að
vita, hvort hann væri nokkuð liræddur,
en ég sá engin slík merki og haikaði éö
þá af mér. Ég treysti Jóhannesi og hans
ágætu stjórn, enda skilaði hann okkur
yfir heilum á húfi. Á meðan á þessu
stóð hafði Erik vaðið ána í vöðlum með
sínar fötur og var hann kominn á stað-
inn þegar við komum þangað. Við sá-
um strax að minkurinn hafði gert sig
heimakominn við pollinn og étið sig
18
VílÐIMABURXNN