Veiðimaðurinn - 01.12.1954, Síða 26

Veiðimaðurinn - 01.12.1954, Síða 26
STEFÁN BRYNJÓLFSSON: 1 svefni 09 vöku. OFT hefur mig dreymt að ég væri að veiða lax, en alltaf liefur eitthvað verið öðruvísi í þeim draumum en það ætti að vera. Til dæmis hef ég í draumi lent i bandóðum fiski í fossinum í Flliðaánum. Eini gallinn var bara sá, að það var allt reyktur lax! Öðru sinni í draumi, það var líka í Elliðaánum, dró ég mjög fallegan lax. Var ég búinn að landa honum og bera hann upp á bakkann og er í þann veg- inn að keyra rotarann í liausinn á fisk- inum, þegar auminginn neytir liinztu krafta, lyftir upp höfðinu, horfir út á voginn með barnslega blíðum augum, sem tárin runnu úr, og segir: „Mamma.“ I>að er skemmst frá að segja, að ég vikn- aði og flýtti mér að gefa veslingnum líf. Svo var það að okkur lenti saman, laxa- kónginum og mér. Það skeði líka í draumi. Eg var að veiðum við einhverja mér óþekkta á. Veiðihúsið stóð á háum stólpum, eins og þeir hafa surns staðar í Afríku og víðar. En þarna var það einungis gert til þess að geta sem bezt fylgzt með öllum laxagöngum. Við er- um þarna uppi, ég og bróðir minn þegar við sjáum boðaföllin af einhverju fer- líki svona 5 km. neðar í ánni. Vissum við strax, að þar fór laxakóngurinn. Það 24 væri rangt að segja, að liann liefði synt upp ána, og var hún þó stór. Hann bók- staflega óð hana, því að vatnið náði hon- um rétt upp fyrir kviðuggana. Eg man j)að síðast, að ég hljóp á móti skepnunni með mundaða veiðistöng og veit það næst, að ég vaknaði við öskrin í sjálfum mér. Hvað okkur fór á milli eða livern- ig viðureigninni lyktaði, mun ég aldrei vita. Svo var j)að í sumar, að mig dreymdi óttalega ómerkilegan draurn. Mig dreymdi að ég sæi tvo laxa liggjandi í grasi, annan nokkuð vænan, en hinn tals- \ert minni, og sex silunga. Þetta var í júlí, og tveimur dögum síðar, eða þann 9. júlí ætluðum við bróðir minn og faðir að hefja veiðar í Bugðu í Kjós. Höfðum við veiðileyfi þar næstu viku. A hverju sumri frá því ég fæddist hef ég dvalizt við Bugðu lengri eða skemmri tíma. Þegar maður var farinn að geta gengið var áin helzta áhugaefnið og keppikeflið og þangað sótti maður eins og laxinn, eða með álíka áhuga. Margar skemmtilegar endurminningar eru frá þeim árum sem öðrum. Það eina miður skennntilega í þá daga var, að maður var vanalega háttaður upp í rúm þegar fór að líða á daginn. Þá voru jressi tvennu stígvél, sem maður átti, og allt Veiðimaburinn

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.