Veiðimaðurinn - 01.12.1954, Page 35

Veiðimaðurinn - 01.12.1954, Page 35
Við Furstosteiti. NEÐSTA veiðisvæðið í Owenmore, áður en sjávarfalla fer að gæta, er eins dásamlegt að fjölbreytni og draumur veiðimannsins. Það byrjar á rnjög breið- um og lygnum hyl með sefgróðri og vatnaliljum við bakkana, og mætti jafn- vel kalla hann lítið stöðuvatn. Lax ligg- ur þarna sjaldan, þótt honum sjáist bregða fyrir stöku sinnum utan við sef- röndina og veiðimennirnir freistist til að fara í bátana og renna árangurslaust, því að fiskur, sem er að færa sig, tekur sjaldan eða aldrei flugu né annað agn. Á bökkum vatris þessa eru hrjóstrugar lyngi vaxnar liæðir, en engin tré eða runnar, og gengur þar mikið af golsóttu og rytjulegu hálendisfé. Tvær kvíslar renna úr þessum stóra hyl og mynda í ánni frjósama, egglaga eyju, um 5 ekr- ur að stærð, og er hún merkileg fyrir þrennt: í fyrsta lagi er hún eins kon- ar vin í þessu hrjóstruga landslagi, því að hún er vaxin iðgrænu grasi og runn- um, kyrkingslegum eikum og beykitrjám. Á ströndinni, sem nær er landi, stendur einstakur, kringlóttur og lirufulaus steinn, sem mætti ímynda sér að væri egg einhvers forsögulegs risafugls, og í þriðja lagi hefst þarna við asni nokkur yfir sumartímann. Þessi stóri steinn, eða hornvígi, er við vinstri kvísl árinnar (þeg- ar horft er niðureftir) og venjulega kall- aður Furstasteinn. Síðar verður yður skýrt frá ástæðunni til þeirrar nafngiftar. Veiðimaourinn 33

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.