Veiðimaðurinn - 01.12.1954, Qupperneq 36

Veiðimaðurinn - 01.12.1954, Qupperneq 36
Sem stendur er nóg íyrir yður að vita það, að hluti af vinstri kvísl árinnar, meðfram eyjunni, er rnikill laxastaður. Hér liggur hann oft í tugatali, ekki í torfu hlið við hlið, eins og í sumum hyljum, heldur í halarófu niður eftir djúpri lænu, sem liggur á milli iðandi sefbakanna. Fyrir neðan eyjuna, frá því að kvísl- arnar renna saman og þangað til kem- ur að longum og straumhörðum streng næst fyrir ofan ósinn, breytist bæði lands- lagið og vatnslagið gersamlega. I staðinn fyrir hægan straum og friðsælt innsveita- landslag brýst áin nú fram með mikl- um gauragangi og hvítfyssi í stórgrýttum og hrikalegum farvegi. Og þarna er eng- um hent að veiða nema þeim, sem fót- vissir eru og gætnir og kunna snið- eða hliðarköst. Menn þurfa að vera liðugir eins og steingeitur og hafa fullkomið vald á línunni, ef þeir eiga að geta stað- ið á glerhálum steini við hyldjúpa gjá og komið flugunni þannig fyrir fiskinn að hún freisti lians. Þetta var vissulega ekki veiðistaður t'yrir frú Evans, og henni var það ljóst sjálfri, engu síður en eiginmanni henn- ar, og aðstoðarmanni þeirra, Tom Walsh. Þegar þau fóru frá bílnum og gengu niður hæðina að litlu steinbrúnni hjá veiðikofanum, sem er á markalínunni milli hins hægari og hrikalegri hluta veiðisvæðisins, leit frú Evans yfir landið og sagði: „Þér skjátlast, ef þú heldur að ég ætli að reyna að veiða hér.“ „Þér ættuð heldur að reyna hjá Fursta- steini, frú,“ sagði Tom Walsh. „Hvar er hann?“ spurði frú Evans. Þetta var fyrsti dagurinn þeirra við Owénmore og þeim kom allt dálítið und- arlega og ókunnuglega fyrir sjónir. Tveimur dögum áður höfðu Jim og Ger- trude Evans lagt af stað frá heimili sínu í Greenwich, Connecticut, flogið um Idlewild og Gander til Shannon flug- vallarins og farið þaðan í bíl hundrað mílna leið til Cashel gistihússins í Connemara. Þau höfðu veitt saman í mörg ár í New Brunswick og Nova Scotia, en þetta var allt annar hand- leggur. Hér voru engir stórir skógar, eng- ir leiðsögumenn í rauðum skyrtum og leðurstígvélum, engir bátar til þess að láta róa sér í um hyljina. Það x irtist ótrúlegt, að sama kyn af Atlantshafslaxi, eins og þau höfðu verið að veiða und- anfarin ár í ám hinna dimrnu skógar- liéraða, gæti liafst við í þessu mynda- bókarfljóti, sem rann um öldótt og opið svæði, með fallegum hvítum bóndabæj- um bak við háar fúksíugirðingar. Allt var þetta undarlegt og ótrúlegt. Þannig höfðu þau liugsað, þótt hvorugt hefði orð á því, þegar þau komu inn í gisti- húsið kvöldið áður og sáu þar öll hugs- anleg þægindi — rúmgóðan setusal með hægindastólum og legubekkjum, knatt- borðsstofu, bjartan borðsal, þar sem blómavasi var á hverju borði, og heitt vatn streymandi í sérstökum einkabað- klefa inn af herberginu þeirra. Og svo var skemmtigarðurinn umhverfis gisti- húsið, með gcimlum, háum beykitrjám og aldingarður umgirtur rhodendron- runnum og straumlygn áin niðandi með- fram bólmgirtum setupallinum. Eina hughreystingin var löng grind niðri í forsalnum, þéttskipuð veiðistöngum, ekki litlum 10 feta stöngum, eins og þau höfðu með sér, heldur stórum tvíhendis- staurum, frá 12 upp í 16 feta löngum. 34 Veiðimaburinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.