Veiðimaðurinn - 01.12.1954, Síða 37

Veiðimaðurinn - 01.12.1954, Síða 37
En þegar þau fóru inn í knattborðsstoi- una til þess að fá sér hressingu fyrir kvöldverðinn, sáu þau sönnunina. A mar- maraborði upp við eikarþilið lágu sjö fallegir laxar, og ofan á hverjum þeirra var miði sem skrifað var á nafn veiði- mannsins, veiðistaðurinn og flugan. Tom Walsh opnaði dyrnar á kofanum og lét matarkörfuna inn á borðið. Þegar hann kom út aftur, benti hann upp eftir ánni í áttina til eyjarinnar og sagði: ,,Það er þarna uppfrá. Þetta er örstutt að fara.“ „Viljið þér að við byrjum þar?“ spurði Evans. Hann taldi rétt að láta leiðsögu- manninn ráða á stöðum, sem hann var sjá 1 lur ókunnugur. „Þér ráðið þessu sjálfur,“ svaraði leið- sögumaðurinn. „Það er nóg af fiski fyrir neðan brúna, en gangan þangað er nokk- uð erfið fyrir frúna.“ „Jæja, Tom, við felum okkur að öllu leyti yður á vald,“ sagði Evans glaðlega, en þó einarðlega, við leiðsögumanninn. „Við höfum aldrei veitt hérna og erum því alveg ókunnug ánni. Þér eruð leið- sögumaður hér og segið okkur, livað gera skuli.“ Jim Evans var lögfræðingur, mjög nákvæmur og reglusamur. Hann vildi ákveða hlutina fyrirfram og fara síðan eftir því.“ Tom Walsh leit á hann tortryggnis- lega. „Á ég að skilja þetta s\o, að þið ætlið að veiða bæði í einu?" spurði hann. „Því ráðið þér,“ svaraði Jim hiklaust. „Þér segið okkur hvar og hvenær hvort okkar á að veiða.“ „Hvaða flugu hafið þér á?“ spurði leiðsögumaðurinn og leit á frú Evans. „Mar Lodge,“ svaraði frúin. Flestir veiðimenn hafa trú á vissum teg- unduni, og Gertrude Evans var engin undantekning frá þeirri reglu. Ávallt frá þeirri stundu, sem hún fékk 18 punda laxinn á Mar Lodge, í Miramichi, var lnin sannfærð um að sú fluga væri hrein- asta undraagn. „Góð fluga — stunclum," sagði Tom Walsh, tók stöngina, sem var reist upp \ið kofann, og skoðaði fluguna. „Eg er nú á því, að honum mundi lítast vel á eitthvað bláleitt í þessari birtu. Eruð þér með flugubox, herra minn?“ Jim Evans „renndi" niður í pokann, sem liékk við öxl hans, náði í aluminíum- box og rétti leiðsögumanninum. Tom athugaði innihald þess gaumgæfilega, valdi síðan Teal & Silver, tók upp skæri, klippti áðurnefnda Mar Lodge af og hnýtti hina á. Hann var tæplega búinn að binda hnútinn þegar þau heyrðu svo ógurlegt öskur, að allt lék á reiðiskjálfi. Frú Evans hrökk í kút. „Guð minn góður! Hvað var þetta?" hrópaði liún. „Það er asninn — hann Jói,“ svaraði Tom Walsh og það brá lyrir dálitlum glampa í bláskærum augurn lians. Hann tók um fluguna og kippti þétt ingslast í nylongirnið, til J>ess að fullvissa sig tim að hnúturinn liéldi. „Þá skulum við leggja af stað, frú,“ sagði hann um leið og hann stakk oddinum á flugunni í korkinn á stönginni og tók ífæruna sína. „Við fáunl máske ris hjá Furstasteini." „Asni?“ sagði frú Evans. „Geta asnar öskrað svona?““ Jim Evans hló. „Þarna komstu illa upp um Jrig, litli kaupstaðarkjáninn minn! Hefurðu aldrei heyrt asnarymja?“ „Aldrei. Ég hef aðeins lesið um það," svaraði Gertrude og hélt af stað á eftir leiðsögumanninum. Veiðimaburinn 35

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.