Veiðimaðurinn - 01.12.1958, Page 11

Veiðimaðurinn - 01.12.1958, Page 11
fi.tr sá ekki belur en öngullinn vtrri fnstur — i halanum! tíma til að bölva meira. í örvæntingar- ofboði og algerlega ósjálfrátt stöðvaði ég bjólið og lyfti stönginni — tók á af öllum mætti — tilfinningarlaus fyrir þoli stang- arinnar og öllu nema því að losna við þennan hræðilega — afskaplega ódrátt. . Og hamingjan sneri sér að mér og brosti.... Öngullinn losnaði — og hið gífurlega átak á stönginni skilaði honum leiftur- hratt langt fram á ána. Ég lofaði guð, liátt og hjartanlega — settist á bakkann, nuddaði ennið — og reyndi að koma ofurlitlu skipulagi á taugastarfsemina.... F.n hvað var nú þetta! — Var ekki lín- an komin á fleygiferð niður ána! Hjólið rak upp vein. — Ég hentist á fætur. Andsk. . F.kki voru þó beljur í ánni — eða hvað! — Nei, nei, góði — hugsaði ég — engar beljur í ánni — bara rólegur nú. Rólegur já, en hjólið æpir — og línan næstum öll farin! Ég tók til fótanna á eftir línunni — hljóp og hljóp yfir móa, skorninga og hvað sem fyrir varð — datt tvisvar eða þrisvar — fann dálítið til fyrst — mátti svo ekki vera að því, en hentist áfrarn á ný.... Stóðst það á endum, að ég var algerlega uppgefinn og línan hægði ferðina og stanzaði loks alveg. Veiðimaðurtnn 9

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.