Veiðimaðurinn - 01.09.1967, Blaðsíða 48

Veiðimaðurinn - 01.09.1967, Blaðsíða 48
hitaða vatnið, en loftstreymið skapar jafnvægi á bundnum lofttegundum í vatninu við ráðandi vatnshita og loft- þrýsting. Niðurlag. Klak- og eldisstöðin með núverandi búnaði getur framleitt 1—1,5 milljónir kviðpokaseiða á ári, 250—300 þúsund sumaralin seiði og um 30 þúsund göngu- seiði. Með því að fjölga eldiskerjum í eldishúsi og byggja yfir Washington- þróna með lágreistu þaki má auka fram- leiðslu á gönguseiðum upp í 60—75 þús- und á ári. Stefnt verður að því marki, að ná veru- legum hluta hvers seiðaárgangs upp í göngustærð á 19 mánuðum frá því að klak hefst í nóvember. Þessum árangri verður ekki náð án uphitunar á klak- og eldisvatni um 500—1000 gráðudaga. Leggja verður áherzlu á að stytta klak- tímann fyrir seiði, sem ala á upp í göngu- stærð, með upphitun á klakvatni upp í 7—8° c. Þannig að byrjunareldi geti lrafist í apríl. Byrjunareldi í litlum eldiskerjum verð- ur hafið við um 8° vatnshita, en vatns- liitann má hækka upp í 12—13° á til- tölulega skömmum tíma, en við þetta hitastig dafna seiðin bezt. Eftir 3—4 vikur í byrjunareldi eru seiðin flutt yfir í stærri eldisker, þar sem þeim er haldið í sumareldi. í sumareldi, sem er talið frá byrjun júní til ágústloka, eða það tímabil sem Elliðaárvatnið er að jafnaði yfir 10° c, er nauðsynlegt að ná sem örustum þroska hjá seiðunum með stöðugTÍ fóðrun frá sjáífvirkum fóðurgjöfum og öru vatns- streymi um eldiskerin. Þróttmikil seiði úr sumareldi dafna sæmilega, þótt eldisvatnið kólni niður í 5—6°, en draga verður úr fóðurgjöf eft- ir því sem eldisvatnið kólnar og stöðva liana að mestu eða öllu leyti þegar eldis- vatnið er undir 4°c. í lok sumareldis eru seiðin aðgreind eftir stærð í 2—3 flokka og þeim skipt á kerin eftir þeirri flokkun. Þegar flakkun lýkur, má áætla upphitunarþörf á eldis- vatni til að ná seiðum upp í göngustærð í maí—mánuði, að loknu vetrareldi. í sunrum tilfellunr má gera ráð fyrir svo lrægfara þroska á seiðunr úr sumareldi fyrsta sumars að ekki svari kostnaði upp- lritun á eldisvatni til að ná þeinr npp í göngustærð í lok vetrareldis. Þá er um tvennt að velja, annaðhvort að sleppa seiðunum í árnar, eða að halda elcli þeirra áfram við árvatnshita í vetrareldi, en ná þeinr upp í göngustærð í sumareldi annars sumars. Hér hefur verið drepið á ýms atriði í uppbyggingu og rekstri klak- og eldis- stöðvarinnar við Elliðaár. Reksturinn er að ýmsu leyti á tilraunastigi, en allur aðbúnaður til eldisins er eftir atvikum góður og ætti því að skapa skilyrði til hagstæðs árangurs. Með endurbótum á tækjum og auknu eldisrými kemst stöðin í það horf, sem til var ætlast í upphafi, og full ástæða er til að binda við hana góðar vonir um farsæla eflingu á fiskrækt hjá SVFR. 42 Vf.IÐIMAÐURIiXN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.