Veiðimaðurinn - 01.09.1967, Side 48

Veiðimaðurinn - 01.09.1967, Side 48
hitaða vatnið, en loftstreymið skapar jafnvægi á bundnum lofttegundum í vatninu við ráðandi vatnshita og loft- þrýsting. Niðurlag. Klak- og eldisstöðin með núverandi búnaði getur framleitt 1—1,5 milljónir kviðpokaseiða á ári, 250—300 þúsund sumaralin seiði og um 30 þúsund göngu- seiði. Með því að fjölga eldiskerjum í eldishúsi og byggja yfir Washington- þróna með lágreistu þaki má auka fram- leiðslu á gönguseiðum upp í 60—75 þús- und á ári. Stefnt verður að því marki, að ná veru- legum hluta hvers seiðaárgangs upp í göngustærð á 19 mánuðum frá því að klak hefst í nóvember. Þessum árangri verður ekki náð án uphitunar á klak- og eldisvatni um 500—1000 gráðudaga. Leggja verður áherzlu á að stytta klak- tímann fyrir seiði, sem ala á upp í göngu- stærð, með upphitun á klakvatni upp í 7—8° c. Þannig að byrjunareldi geti lrafist í apríl. Byrjunareldi í litlum eldiskerjum verð- ur hafið við um 8° vatnshita, en vatns- liitann má hækka upp í 12—13° á til- tölulega skömmum tíma, en við þetta hitastig dafna seiðin bezt. Eftir 3—4 vikur í byrjunareldi eru seiðin flutt yfir í stærri eldisker, þar sem þeim er haldið í sumareldi. í sumareldi, sem er talið frá byrjun júní til ágústloka, eða það tímabil sem Elliðaárvatnið er að jafnaði yfir 10° c, er nauðsynlegt að ná sem örustum þroska hjá seiðunum með stöðugTÍ fóðrun frá sjáífvirkum fóðurgjöfum og öru vatns- streymi um eldiskerin. Þróttmikil seiði úr sumareldi dafna sæmilega, þótt eldisvatnið kólni niður í 5—6°, en draga verður úr fóðurgjöf eft- ir því sem eldisvatnið kólnar og stöðva liana að mestu eða öllu leyti þegar eldis- vatnið er undir 4°c. í lok sumareldis eru seiðin aðgreind eftir stærð í 2—3 flokka og þeim skipt á kerin eftir þeirri flokkun. Þegar flakkun lýkur, má áætla upphitunarþörf á eldis- vatni til að ná seiðum upp í göngustærð í maí—mánuði, að loknu vetrareldi. í sunrum tilfellunr má gera ráð fyrir svo lrægfara þroska á seiðunr úr sumareldi fyrsta sumars að ekki svari kostnaði upp- lritun á eldisvatni til að ná þeinr npp í göngustærð í lok vetrareldis. Þá er um tvennt að velja, annaðhvort að sleppa seiðunum í árnar, eða að halda elcli þeirra áfram við árvatnshita í vetrareldi, en ná þeinr upp í göngustærð í sumareldi annars sumars. Hér hefur verið drepið á ýms atriði í uppbyggingu og rekstri klak- og eldis- stöðvarinnar við Elliðaár. Reksturinn er að ýmsu leyti á tilraunastigi, en allur aðbúnaður til eldisins er eftir atvikum góður og ætti því að skapa skilyrði til hagstæðs árangurs. Með endurbótum á tækjum og auknu eldisrými kemst stöðin í það horf, sem til var ætlast í upphafi, og full ástæða er til að binda við hana góðar vonir um farsæla eflingu á fiskrækt hjá SVFR. 42 Vf.IÐIMAÐURIiXN

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.