Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Page 8

Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Page 8
Ljósm. RH. Við Vesturós Þegar vorvindar blása um bæinn byrjar órói í hjartanu í mér við Vesturósinn og veraldarsæinn þá til veiða ég glaðbeittur fer. Og í bítið ég stekk upp í bílinn og svo bruna ég glaður af stað. Mér er sama þó sveinn fái sílin hann má svei mér þá dunda við það. Það er indælt hjá ósnum að vera þó að aflinn sé næstum því smár og ég veit hvað ég ætla að gera aftur kaupi ég leyfi í ár. Þegar vorvindar blása um bæinn byrjar órói í hjartanu í mér við Vesturósinn og veraldarsæinn veiði sjóbirting hvernig sem fer. Forsíðu- myndin Stangaveiðifélag Sauðárkróks hefur um árabil haft Vesturós Héraðsvatna á leigu. Kaupa félagar sér sumarleyfi í Osnum fyrir lítinn pening og er þetta feikilega ánægjulegur veiðiskapur fyrir þá sem leggja meira upp úr útivist, sólarbliki í auga og köldum fingrum, en þungum klyfjum af silungi. Veiðin er nær eingöngu sjóbirtingur. Sjór fellur inn í ósinn svo þarna er ósnert land eftir hvert flóð, auk þess sem sandur- inn er stöðugt á hreyfingu og vonin um þann stóra endurnýjast þannig tvisvar á sólarhring. Svartbakur og skegla eiga baðströnd á sandeyrum innan við, en veraldarhafið raðar sandi og vaggar æðarfugli utan við, meðan tímalitlir bílar þyrla vegrykinu yfir þann veiðimann sem hefur ekki staðsett sig rétt. Osveiðin er ómetanleg sálubót fyrir þá sem reyna og víst er alltaf von á þeim stóra með tilheyrandi hjartslætti, skjálfta og andvökustundum þegar hann sleppur, sem vissulega kemur fyrir. En hér sannast hið fornkveðna: „Það er mikill fengur að missa stóra lúðu.“ Hilmir Jóhannesson 6 VEIÐIMAÐURINN

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.