Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Side 11

Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Side 11
Arthur kastar á Skáleyjarstífluna í Laxá í Aðaldal. Ljósm. Sveinbjöm Jónsson. færður um að hann væri af stærri gerðinni. Það var greinilegt á fyrstu hreyfíngunum að þessi mistök hans komu honum á óvart. Nokkur ráðvillt sundtök, en það stóð ekki lengi. Hann lagðist. Eins og klettur. Nýja 18 feta Bruce and Walker-stöngin mín (já, ég er líka sjúkur í stórar stangir) var þanin verulega, en laxinn rótaðist ekki. Stundarfjórðungur leið. Hálftími. Þá loks þokaðist hann af stað, hægt og rólega í áttina til mín, alveg að klettasyllunni og upp með henni. Snjallt: Línan föst um leið utan í syll- unni og ég fann hvernig hún nuddaðist utaní. Ég út á brún og teygði lurkinn til austurs. Laxinn synti efst í strenginn, inn í lygnuna og...stökk! Hvort það eru ekki þessi andartök sem ég sækist eftir í veiði- skapnum! Hugboð mitt var staðfest. Þetta var sannkallaður Sandárhöfðingi. Ég áætlaði hann umsvifalaust ekki undir 20 pundum. Krókstór kjafturinn blasti við mér, breið síðan glansaði í sólinni og sporðurinn,..-ja, sjá mynd. Það var á þessu stigi málsins sem ég gerði mér grein fyrir sterkum leik sem hann átti. Þessi mikli hylur klofnar í út- fallinu á stórri eyju og færi hann niður austurræsið, væri ég í verulegum vanda. Mikið var í ánni og hreint ekki hlaupið yfír vesturræsið. Ég margfór yfir stöðuna, tæki fiskurinn til þessa bragðs. Á meðan svamlaði hann í rólega hringi inn í lygn- VEIÐIMAÐURINN 9

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.