Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Síða 12

Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Síða 12
unni austan við strenginn, rétt eins og hann væri einnig að velta fyrir sér sínum möguleikum. Skyndilega synti hann niður undir brot- ið á austurræsinu en sneri á síðustu stundu við og lagðist á brotinu. Vígstaðan var honum vægast sagt hagstæð. I raun þurfti hann ekki annað að gera en hætta smástund að andæfa gegn straumi og láta sig fljóta fram af. Leikurinn væri nánast örugglega tapaður fyrir mig. Tíminn sem færi í að koma sér yflr vesturræsið yrði of langur, lína og undirlína væru löngu þrotin. Hann lá ekki jafn lengi í þetta skiptið en sekúnd- urnar virtust ógnarlengi að líða. Hver þeirra gat verið sú síðasta í viðureigninni. En leikurinn snerist aftur til jafnteflis. Hægt og sígandi færði hann sig aftur inn í hylinn og hóf þar sama svamlið og áður. Ég jók átakið og reyndi að þoka honum nær mér. Jú, það mjatlaðist og nokkur augna- blik hélt ég að draga færi til tíðinda. Rétt var það, en ekki á þann veg sem ég var að vona. Nú komu fyrstu merki óró- leika. Feiknaroka þvert yfir hylinn, síðan efst í strenginn, til baka og stökk í annað sinn. Þá byrjaði ballið. Roka niður að vest- ara brotinu, stuttur stanz og síðan á fleygi- ferð niður kvíslina. Ég tók á rás á eftir honum, það hvein í hjóli og línu, ekkert lát, undirlínan byrjaði að hverfa, en svo hægði hann ferðina nægi- lega mikið til að ég náði inn talsverðri línu, flugulínan aðeins nokkra metra frá stang- artoppi. En rokan hélt áfram. Framhjá Hornhyl og neðar og neðar. Hvar ætlaði þetta eigin- lega að enda? Svona langhlaup er nú ekki beint mín sérgrein og þegar við fórum að nálgast Barðið var ég farinn að sjá tilveruna í þéttri móðu og vægast sagt orðinn and- stuttur. Var hann kannski stærri en mér hafði sýnst? Kannski 30? Hugsunin gæddi mig auknum þrótti og þessi sterki Sandársonur strekkti áfram neðar og neðar með mig másandi og blásandi í eftirdragi. Bærinn Flaga nálgaðist. Ég leitaði ör- væntingarfullur að hugsanlegum hvíldar- stað fyrir laxinn, mér var nokk sama þó ég stæði í miðjum fjóshaugnum á Flögu, ein- göngu ef ég fengi tækifæri til að stanza smá stund. Þar sem áin rennur í átt að Flögu breiðir hún úr sér og rennur þar á endalausum flúðum allt niður í Brúarhyl. En nú fannst fískinum nóg komið. Hann hægði ferðina þar sem áin er hvað breiðust, synti alveg að austurlandinu þrátt fyrir að ég tæki á eins og ég mögulega þorði til að reyna að afstýra því, - og lagðist. Ég var drjúga stund að kasta mæðinni, jós úr ánni framan í mig og settist. Það flugu ýmsar hugsanir í gegnum huga mér þar sem ég sat í grasinu, með þessa risastóru stöng skorðaða milli fóta mér, kengbogna. Línan frá stangartoppi titraði sem hljóðfærastrengur og sólin strauk hana með litrófí sínu. Ég vissi að þetta yrði mér ógleymanlegur dagur. Umvafínn þessari stórkostlegu náttúru, í hraðri glímu við verðugan andstæðing, fóru að sækja á mig tilfinningar sem aðrir veiðimenn hafa upplifað: Þessi fískur átti fyllilega skilið að lifa. Ég stóð upp og rýndi í ána þar sem fiskurinn lá, það brá öðru hvoru fyrir furðu breiðri síðunni, meira sá ég ekki. En svo hrökk ég upp úr þessum róman- tísku vangaveltum. Laxinn var einfaldlega að hvíla sig. Ég jók átakið meir og meir og spennti stöngina svo að ég taldi hana liggja undir broti. Allt kom fyrir ekki. Hann rótaðist ekki. Ur f jörunni þar sem ég stóð tíndi ég nokkra smásteina og henti í áttina. Sama. Ekki 10 VEIÐIMAÐURINN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.