Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Síða 18
Veiðipósturinn
Ritstjóri blaðsins verður þess stundum
var, sem betur fer, að meðal lesenda eru
margir, sem láta sig verndun og ræktun
móðurmálsins varða.
Sú var tíðin, að málfar íslenzkra stanga-
veiðimanna bar keim af því, að það voru
brezkir veiðimenn, sem fyrstir hófu að
veiða á stöng hér á landi, seint á síðustu
öld. Af þeim sökum báru veiðistaðir í
mörgum ám landsins ensk nöfn og svo var
einnig um sum af þeim tækjum, sem
stangaveiðimenn nota.
Smám saman hafa þessi erlendu nöfn
þokað fyrir íslenzkum. Islenzkir stanga-
veiðimenn og veiðiréttareigendur hafa
víða unnið saman að því að grafa upp
gömul nöfn á hyljum og strengjum í lax-
veiðiánum okkar, og öðrum veiðistöðum
hafa verið gefin ný nöfn, sem hafa komið í
stað þeirra ensku, og mun nú óvíða að fínna
erlent nafn á veiðistað í ánum okkar.
Ekki hefur gengið jafngreitt að útrýma
enskum heitum á ýmsum þeim tækjum,
sem notuð eru við veiðarnar.
Pétur Guðmundsson flugvallarstjóri er
einn þeirra, sem láta sig málið varða. Hann
sló á þráðinn til ritstjórans eftir útkomu
síðasta blaðs og kvaðst hafa verið að lesa
þar skemmtilega veiðisögu, en það hefði
truflað sig við lesturinn að sjá enska orðið
tailer margendurtekið. Pétur lagði til, að
tæki það, sem hér er átt við, yrði nefnt
sporðsnara.
Ritstjóra þykir þetta góð tillaga. Orðið
sporðsnara lýsir því ágætlega til hvers tól
þetta er notað.
Sporðsnara.
Annað enskt orð, sem erfítt hefur reynzt
að útrýma, er streamer, sem er eins og
flestum mun kunnugt nafn á sérstakri teg-
und af gerviflugu. Þetta orð hefur ekki
fengið inngöngu í þetta blað síðustu árin,
enda liggur beinast við að nefna þetta
straumflugu, og hefur svo verið gert hér.
Straumfluga.
16
VEIÐIMAÐURINN