Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Blaðsíða 20

Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Blaðsíða 20
göngur, nema hafa grundvallarupplýs- ingar um þá þætti, sem skipta máli fyrir viðurværi laxins í sjónum. Einnig er oft erfitt að átta sig á því, hvort það eru skilyrði næst landinu, sem skipta meginmáli, eða hvort vandamálin eru úti á víðáttum Atlantshafsins. Er þá oft nauðsynlegt að bera saman göngur hjá okkur og í ná- grannalöndunum. Eins getur árangur út- hafsveiða á laxi sagt sína sögu. Auk þeirra þátta sem snerta rýrar eða góðar heimtur virðist vera mjög flókið samspil á milli stærðar á smálaxi og hlut- falli kynja og kynþroska á fyrsta ári. Hlut- föllin milli smálax og stórlax eru mjög breytileg og tengjast mjög umhverfis- þáttum og skilyrðum í sjó. Þessar upplýsingar hafa oft ekki legið nægilega ljóst fyrir í tengslum við laxveið- ina, þar eð stærðarmörk á milli stórra smá- laxa og smárra tveggja ára laxa eru oft óljós, en með tilkomu hafbeitarstöðvanna, sem merkja mikið af laxi, hefur oft verið mun auðveldara að fá greinargóða hugmynd um það sem skeði, þó oft sé ekki hægt að benda á þann umhverfis- og/eða fæðuþátt, sem brugðist hefur. I þessu spjalli ætla ég að draga fram megindrætti veiðinnar á síðasta sumri, samanborið við meðaltal undanfarinna ára, en því til viðbótar langar mig að ræða nokkuð um þær upplýsingar, sem fengist hafa í hafbeitarstöðvum á vestanverðu landinu, sem gefa mikilvægar vísbending- ar um það sem skeður, þegar miklar breyt- ingar verða á afkomu laxins í sjónum. Þessar upplýsingar má síðan nota til að setja upp einfalt líkan, sem sýnir samband- ið á milli sjávarástands, fjölda sem lifir af sjávardvölina, stærðar við kynþroska og kynþroskaaldurs. Síðan má setja einstök sumur inn í líkanið og sjá hvernig þau falla að því. Veiðin 1989 Tafla 1 sýnir stangaveiðina 1988og 1989 ásamt meðaltali undanfarinna 15 ára. Fram kemur að veiðin í Reykjaneskjör- dæmi var nokkuð yfir þessu meðaltali en 20-30% undir því á Vesturlandi og Norð- urlandi vestra, þar sem veiðin byggir veru- lega á smálaxi, sem brást illilega. A Norð- urlandi eystra en þó einkum á Austurlandi var ástandið nokkru betra, enda mun meira af tveggja ára laxi í afla. A Suðurlandi var ástand síst verra en á síðasta ári, sem Veiðin Veiðin Meðalveiði Frávik frá Landshluti * 1988 1989 1974-88 meðalveiði Reykjanes 7.878 4.773 4.070 +15% Vesturland 16.282 9.994 12.972 -23% Vestfirðir 1.070 653 838 -22% Norðurland vestra 9.589 4.976 7.771 -36% Norðurland eystra 3.762 2.711 3.387 -20% Austurland 2.740 2.103 2.130 - 1% Suðurland 1.122 816 908 -10% Alls 42.433 26.026 32.148 -19% * Skipting landshluta fer saman við kjördæmaskiptingu Tafla 1. Stangaveiði úr þeim ám, sem bráðabirgða- tölur lágu fyrir um í októ- ber 1989. Einnig sést veiðin úr sömu ám 1988 og meðal- veiði í þeim á árunum 1974-1988. 18 VEIÐIMAÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.