Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Side 21

Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Side 21
Mynd 1. Meðalþyngd merktra smálaxa t Laxeldisstöð rtkisins í Kollafirði. var fremur slakt í þeim landshluta. Helsta einkenni sumarsins var smálaxabrestur, sem einkenndist af óvenju smáum eins árs hængum og skorti á smálaxahrygnum. Göngur stórlaxa voru rýrari en margir höfðu búist við, sennilega vegna óvenju mikils þroska hjá smálaxi á síðasta ári. Eins og áður var sagt má alltaf búast við slökum laxagöngum öðru hverju, en það kemur mest á óvart að fá svo lélegt ár í kjölfarið á einu því besta, sem komið hefur hér á landi. Það sýnir að ætis- og hitaskil- yrði í Noður-Atlantshafi breytast mun örar en nokkurn hefði órað fyrir. Hafbeitarniðurstöður 1979-1989 í Laxeldisstöðinni í Kollafirði hefur verið sleppt þúsundum örmerktra laxa- seiða á hverju ári allt frá árinu 1974. Þegar laxinn kemur til baka má lesa nákvæmlega sjávaraldur auk þess sem allur laxinn er nákvæmlega vigtaður og kyngreindur. Komið hefur í ljós að meðalstærð smálaxa og kynjahlutfall er mjög breytilegt milli ára og svarar mjög breytingum á ástandi sjávar. Einnig getur orðið veruleg breyting á hlutfalli eins og tveggja ára laxa úr ákveðnum seiðagangi, ef sjávarskilyrði versna. Meðalþyngdir smálaxa Athyglisvert er að skoða meðalþyngdir merktra eins árs laxa, sem heimst hafa í Laxeldisstöðinni í Kollafírði undanfarin tíu ár (Mynd 1). Meðalþyngdir eru tiltölu- lega lágar sumrin 1980, 1984 og 1989. Þetta kemur vel heim við rýrar heimtur smálaxa í eldisstöðina 1984 og 1989 og flestir stangaveiðimenn muna eftir rýrum smálaxagöngum í árnar sumrin 1980, 1984 og 1989. Hinsvegar sést vel hvað laxinn er vænn árin 1981, 1985 og 1988 en þá voru VEIÐIMAÐURINN 19

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.