Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Blaðsíða 22
80 81 82 83 84 85 86 87 88 89
______________________ENDURHEIMTUAR_______________________
Mynd 2. Hundraðshluti hœnga í smálaxagöngum í Laxeldisstöð rtkisins í Kollafirði.
heimtur smálaxa í góðu lagi bæði í stöðinni
og í flestum ám landsins.
Hlutfall hcenga í göngunni
Hlutfall hænga í smálaxagöngunni
getur einnig verið mikilvæg vísbending um
afkomu laxanna í sjó, a.m.k. á sunnan- og
vestanverðu landinu. Mynd 2 sýnir þetta
hlutfall í merktum laxi sem gekk í Lax-
eldisstöðina í Kollafirði árin 1980-1989.
Eins og þar kemur fram er hlutfall hænga
einstaklega hátt árin 1984 og 1989. Þetta
benti til þess, að hrygnur hefðu tafíst um
eitt ár og mundu koma að stærri hluta ári
seinna (Mynd 3). Þetta fór eftir að því er
varðaði smálaxagönguna 1984 og má því
telja líklegt að sama verði upp á teningnum
sumarið 1990. Hinsvegar er rétt að benda á
að heimtur smálaxa þessi tvö ár voru
óvenju rýrar (um 2%). Fjöldi stórlaxa verð-
ur því aldrei mjög mikill þó hlutfallið smá-
lax/stórlax yrði 50/50 en það er venjulega
85/15. Ekki er ósennilegt að svipuð lögmál
séu ríkjandi í veiðiám á Vesturlandi. Jafn-
ræði er mun meira milli smálaxa og stór-
laxa á norðanverðu landinu, m.a. vegna
annarra umhverfísskilyrða, sem ekki þarf
að vera samfara rýrum heimtum. Hins-
vegar hafa óhagstæð sjávarskilyrði oftar
haft áhrif á heimtur á Norðurlandi, eink-
um vegna mikilla áhrifa frá og nábýlis við
Austur-Grænlandsstrauminn.
Heildarmynd vistkerfísins
Þær upplýsingar, sem hér hefur verið
rætt um, er hægt að setja upp í líkan
(Mynd 4), sem sýnir tengsl endurheimta,
meðalstærðar hjá smálaxi og kynþroska við
20
VEIÐIMAÐURINN