Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Síða 23
Mynd 3. Hlutfall smálaxa og stórlaxa úr merktum seiðahópum í Laxeldisstöð ríkisins í Kollafirði.
umhverfisþætti og sjávarástand. Líkanið
gerir ráð fyrir því að sjávarástand hér við
land ákvarðist að stórum hluta af styrk-
leika stóru hafstraumanna, sem leika um
landið. Austur-Grænlandsstraumurinn
er kaldur og næringarsnauður og þegar
hans gætir mikið umhverfis landið hefur
það neikvæð áhrif á alla lífskeðjuna í sjón-
um. Golfstraumurinn er hinsvegar hlýr og
næringarríkur straumur, sem hefur já-
kvæð áhrif á frumframleiðsluna og fæðu-
keðjuna. Golfstraumurinn berst upp með
vesturströnd landsins og hans gætir mis-
mikið norður fyrir landið með afdrifarík-
um áhrifum á vistkerfið á því svæði.
Líkanið byggir á því, að laxveiðin í land-
inu endurspegli að verulegu leyti umhverf-
isþætti, bæði veðurfar og sjávarástand, sem
ákvarðist af hlutfallslegum styrkleika haf-
straumanna, sem áður er getið. Margir
stangaveiðimenn muna eftir lægðinni, sem
kom í laxveiði á norðanverðu landinu upp
úr 1965 og stóð í fimm ár. Þetta tímabil er
oft kallað hafísárin. Annað styttra tímabil
kom 1979 og eftirhreytur hafa verið af og
til á þessum áratug.
Inn á líkanið hafa verið sett ýmis endur-
heimtuár í Laxeldisstöðinni í Kollafirði
út frá ýmsum atriðum, sem einkennt hafa
viðkomandi göngu. Sé litið á líkanið kemur
glöggt í ljós, hvað hafbeitin 1984 og 1989
sker sig úr öðrum árum. Eg hygg að flestir
stangaveiðimenn sjái, að þetta eru líka
lélegustu veiðiárin á þessum áratug ásamt
1980.
Með þessu er ekki verið að gefa í skyn,
að hafbeitarniðurstöður séu ætíð í takt við
laxveiðina. A ýmsum árum í byrjun þessa
21
VEIÐIMAÐURINN