Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Síða 27
Hagkaup eða Hardy’s
Hvort er betra?
Þær stundir koma, er hinir reyndustu lax-
veiðimenn fara að efast um nánast allt:
Hvort þekking og reynsla í laxveiðum
hjálpi nokkuð upp á aflasældina og hvort
dýr og vandaður veiðibúnaður ráði nokkr-
um úrslitum í þessum efnum. Er ekki alveg
eins hægt að ná þeim silfraða á land án
alls þessa? Er ekki hægt að spara sér stórfé
í veiðarfæraverslunum? A.m.k. fór ekki hjá
því að slíkar hugrenningar sæktu á veiði-
menn á Gíslastöðum við Hvítá í Arnes-
sýslu, sem áttu veiði þar um síðustu Versl-
unarmannahelgi, þ.e. dagana 5. og 6.
ágúst.
Veiðimenn og fjölskyldur þeirra höfðu
aðsetur í veiðihúsinu á Gíslastöðum og í
nálægum sumarbústað. Veiði hófst á til-
settum tíma, en þrátt fyrir hámarks leyfi-
legan sóknarþunga varð árangur enginn.
Skýringin lá í augum uppi: Það höfðu
einungir aflast 18 laxar á svæðinu það sem
af var vertíðinni. Veiðimenn létu sér því
ekki til hugar koma, að við færni sína eða
búnað væri að sakast. Laxinn væri einfald-
lega ekki mættur til leiks.
Eftir miðjan dag laugardaginn 5. ágúst
taldi einn veiðimanna óhætt að slaka á
stutta stund og fara að sinna börnunum.
Nú skyldi þeim kennd handtökin við
stangarveiðilistina. I fiskileysinu yrði
tímanum hvort eð er ekki betur varið til
annars. Fram voru tekin áhöld, sem í flest-
um tilvikum þættu æði frumleg í laxveiði.
í hlut Þórdísar Claessen, 14 ára gamallar
stúlku, kom stöng, sem reyndar hafði verið
keypt fyrir bróður hennar, tæpra 4 ára
Þórdts Claessen með Martulaxinn sinn.
VEIÐIMAÐURINN
25