Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Blaðsíða 28

Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Blaðsíða 28
gamlan. Stöngin, 4-5 feta löng, var tekin úr Hagkaups-umbúðunum, en allur bún- aðurinn, - stöng, hjól og lína var keypt þar í einum pakka og kostaði samtals heilar 495 krónur. Festur var silungaspónn með fjaðraskúf á línuna og stúlkunni kennt að kasta. Það hafði hún nefnilega aldrei gert fyrr. Eftir nokkra stund hafði hún náð þeirri leikni, að veiðimaðurinn taldi sér óhætt að víkja frá og hélt heim í hús. Eftir nokkra viðdvöl í veiðihúsinu heyrðist kallað frá árbakkanum. „Það er eitthvað að toga í stöngina hjá mér.“ Við nánari athugun kom í ljós, að stúlkan hafði sett í lax. „Eg hef í tuttugu mínútur verið að hamast við að draga inn, en línan er alltaf toguð út aftur!“ Bremsan á hjólinu reyndist hafa komið hárrétt stillt úr pakk- anum - hvorki of slök né of stíf. Það var víst eins gott, því styrkleiki línunnar á þessu barnaleikfangi var sem næst 8-10 pund! Fiskurinn var orðinn nokkuð þrekaður er þarna var komið sögu. Dágóð stund leið þó enn, áður en yfir lauk og stúlkan dró físk- inn, - 12 punda nýrunna hrygnu, á land. Veiðin á Gíslastöðum varð ekki meiri á stengumar þrjár þessa 2 daga, þrátt fyrir látlausa sókn þeirra, sem veiðileyfm áttu og töldu sig hafa bæði kunnáttuna og hinn rétta búnað. Þeir máttu bíta í það súra að fara heim með öngul í afturenda, meðan unglingurinn rogaðist með fiskinn sinn út í bíl. Það sem þarna henti hlýtur að verða hinum reyndu veiðimönnum ærið um- hugsunarefni. Það skyldi þó ekki eiga eftir að gerast, að einhver þeirra laumist í Hag- kaup og fjárfesti í 4-5 feta langri barna- stöng með fjaðurskreyttum silungaspón, áður en hann reynir næst við þann silfraða! Svona til öryggis. Hver veit? G.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.