Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Side 28
gamlan. Stöngin, 4-5 feta löng, var tekin
úr Hagkaups-umbúðunum, en allur bún-
aðurinn, - stöng, hjól og lína var keypt þar í
einum pakka og kostaði samtals heilar 495
krónur. Festur var silungaspónn með
fjaðraskúf á línuna og stúlkunni kennt að
kasta. Það hafði hún nefnilega aldrei gert
fyrr. Eftir nokkra stund hafði hún náð
þeirri leikni, að veiðimaðurinn taldi sér
óhætt að víkja frá og hélt heim í hús.
Eftir nokkra viðdvöl í veiðihúsinu
heyrðist kallað frá árbakkanum. „Það er
eitthvað að toga í stöngina hjá mér.“ Við
nánari athugun kom í ljós, að stúlkan hafði
sett í lax. „Eg hef í tuttugu mínútur verið
að hamast við að draga inn, en línan er
alltaf toguð út aftur!“ Bremsan á hjólinu
reyndist hafa komið hárrétt stillt úr pakk-
anum - hvorki of slök né of stíf. Það var víst
eins gott, því styrkleiki línunnar á þessu
barnaleikfangi var sem næst 8-10 pund!
Fiskurinn var orðinn nokkuð þrekaður er
þarna var komið sögu. Dágóð stund leið þó
enn, áður en yfir lauk og stúlkan dró físk-
inn, - 12 punda nýrunna hrygnu, á land.
Veiðin á Gíslastöðum varð ekki meiri á
stengumar þrjár þessa 2 daga, þrátt fyrir
látlausa sókn þeirra, sem veiðileyfm áttu
og töldu sig hafa bæði kunnáttuna og hinn
rétta búnað. Þeir máttu bíta í það súra
að fara heim með öngul í afturenda, meðan
unglingurinn rogaðist með fiskinn sinn út
í bíl.
Það sem þarna henti hlýtur að verða
hinum reyndu veiðimönnum ærið um-
hugsunarefni. Það skyldi þó ekki eiga eftir
að gerast, að einhver þeirra laumist í Hag-
kaup og fjárfesti í 4-5 feta langri barna-
stöng með fjaðurskreyttum silungaspón,
áður en hann reynir næst við þann silfraða!
Svona til öryggis. Hver veit?
G.