Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Side 29

Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Side 29
Böðvar Sigvaldason Laxveiðilöggjöfin og eftirlit með netum í sjó Frá því ísland byggðist hefur veiði verið mikilvæg hlunnindi á hverri bújörð. A sjávarjörðum voru sjávarfiskar mikilvæg matbjörg og voru góð útræði mikils virði á hverri jörð sem átti land að sjó. Inn til landsins voru laxveiðiárnar og silungs- vötnin, sem veittu íbúum innsveita mögu- leika til öflunar nýmetis, stundum eftir harða vetur, og gat þá nýmetið bjargað því að þróttur og lífsorka endurheimtist. Þess er getið í fornum ritum, að þá er forfeður vorir komu fyrst til landsins hafí ár allar og vötn verið full af físki. Líklegt er, að sögumenn geti þessa af því að á þeirra dögum hafí veiðisæld vatnanna verið tekin að þverra. En um veiðina hefur farið líkt og um skóginn. Menn hafa gengið á kosti landsins með miklum ránskap en lítilli fyrirhyggju, uns allt var komið í örtröð. Forfeðrum vorum var nokkur vorkunn á því, að þeir kunnu ekki skil á rányrkju og ræktun. Um árið 930 munu fyrst vera sett lög um veiðiskap í vötnum og ám á landi hér, því að líklegt má telja að einhver ákvæði hafi verið tekin upp í hin fyrstu allsherjar- lög vor. Hefur varla getað hjá því farið, að Böðvar Sigvaldason formaður Veiðifelags Miðfirðinga og Landssambands veiði- félaga flutti meðfylgjandi erindi á nýaf- stöðnum aðalfundi Landssambands stanga- veiðifélaga í Munaðamesi. VEIÐIMAÐURINN 27

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.