Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Síða 33
en er ekki stjómað að mikilvægum hluta
frá Hvammstanga, eru veiðifélögin. Þau
hafa skilað verulegum tekjum inn í sveit-
irnar og væntanlega margskonar auknum
viðskiptum á Hvammstanga, og veiði-
félögin njóta ekki styrkja neins staðar frá.
Er ótrúlegt en satt, að árið eftir fyrr-
nefnda veiðieftirlitsferð, hindruðu
Hvammstangabúar menn frá varðskipinu
Ægi í því að líta eftir netum við Hvamms-
tanga með grjótkasti og gífuryrðum. Þetta
er alvarleg staða í litlu samfélagi og veldur
átökum sem eru andstæð mikilvægum
hagsmunum þeirra sem eiga laxveiði-
réttinn.
Eftir þessi átök virtist komast nokkurt
lag á sjávarveiðina, menn héldu þau frið-
unarákvæði um helgarfriðun í sjó sem lög
gera ráð fyrir. En samt var farið að leitast
við að styrkja veiðarfærin og stækka
möskva sem aftur gaf vísbendingu um að
silungur væri ekki aðalveiðifangið.
Hér vil ég geta þess að Veiðifélag Mið-
fírðinga hefur reynt að ráða trausta og hæfa
veiðieftirlitsmenn og koma í veg fyrir lög-
brot, sé þess nokkur kostur. Höfum við
verið mjög heppnir með starfsmenn þó
auðvitað hafí þeir orðið fyrir aðkasti. Nú
síðustu árin hafa lögreglumenn frá Rann-
sóknarlögreglu ríkisins sinnt starfí veiði-
eftirlitsmanna í sumarleyfum sínum. Er
mikill fengur að því að í þetta starf ráðist
starfsfólk sem kann til verka við margvís-
legar aðstæður og hefur hlotið undirstöðu-
menntun til að þekkja sálarflækjur fólks
sem ekki hefur of góða samvisku.
Sýnishorn af framkvæmd
veiðieftirlits
Mig langar hér til að taka hluta úr grein,
sem birtist í Lögreglublaðinu eftir Eirík
Helgason, veiðieftirlitsmann við Mið-
fjarðará:
„Fyrst skal að því vikið hvernig greinar-
höfundur tengist veiðivörslu. Þannig hátt-
ar til að undanfarin 5-6 ár hafa starfsmenn
frá RLR tekið að sér að gæta nokkurra
veiðiáa í sumarleyfum sínum og eru það ár
bæði á Norður- og Austurlandi Við það að
taka að sér veiðivörslu hafa menn gjarnan
séð tilbreytingu og ekki hvað síst það að
komast út undir bert loft, því ólíkt mörg-
um öðrum lögreglumönnum eyðum við
rannsóknarlögreglumenn oft á tíðum
Veidihnífar
Merki um góðan útbúnað
Fæst í næstu
sportvöruverslun
Umboösmenn
I. Guðmundsson & Co. hf.
Símar: 24020/11999
Norimark
VEIÐIMAÐURINN
31