Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Page 36
um 14-15 sm á blautan, strengdan möskva.
Hins vegar voru í netum þessum þrír laxar,
allir dauðir. Þeir snéru allir trjónunni í átt
að Miðfjarðará og hafa trúlega ætlað að
heiðra hana með nærveru sinni þetta
sumarið. Einhverjir eftirmálar urðu af
þessari eftirlitsferð en sökum þess að mál
sem útaf þessu kunna að skapast verða
hugsanlega rekin sem sakamál, þykir ekki
fært að fara nákvæmlega út í þá sálma hér.
Aðra ferð má nefna sem veiðiverðir fóru
sjóleiðis um Miðfjörð og skal hún hér rak-
in en staðamöfnum er auðvitað ekki hægt
að gera hér skil.
Við Hannes Thorarensen höfðum
ákveðið að láta aka okkur með gúmbátinn
(varðskipið) langleiðina útá Vatnsnestá og
sigla síðan til baka og rannsaka á leiðinni
ýmsa netabelgi sem við höfðum áhuga á að
vita hverjum tilheyrðu og til hvers væru
notaðir. Sem við erum á leiðinni út nesið,
sjáum við hvar bátur siglir á firðinum, og
áttum við okkur á því að verið er að vitja
um net sem vitað er um í sjó þar og eru þar
undir því yfírskyni að verið sé að veiða
göngusilung.
Við ákváðum að sjósetja þar strax varð-
skipið og kanna hvemig aflabrögð væm hjá
sjómönnum og héldum til fundar við þá.
Brá þá svo við að sjómenn fengu skyndi-
lega heimþrá og bátur þeirra tók stefnuna
beint á næsta land sem var eigi alllangt frá
þeim stað sem við vomm á. Beittum við
aflvél varðskipsins (öllum 9.9 hestöflum)
til hins ítrasta en höfðum ekki roð við hin-
um bátnum þannig að sá bátur tók land
eftir skamma viðdvöl í skeri sem á leið hans
varð. Náðum við landi hjá þeim, sem í
bátnum voru, en þeir vom tveir fullorðnir
og strákur með þeim. Við kynntum okkur
sem veiðiverði og spurðum mennina frétta
af aflabrögðum. Annan okkar þekktu þeir
reyndar frá fyrri viðskiptum og vissu allt
um það að við væmm ekki á skemmtisigl-
ingu, þó gott væri veður. Sögðu menn
þessir að lítið væri að frétta af aflabrögð-
um. Ekkert fengist frá Ægi konungi í sil-
unganetin annað en „marglyttur og þari“
eins og annar þeirra komst svo hnyttilega
að orði.
Og mikið rétt, á botni báts þeirra var
sannfærandi þarahrúga orðum þeirra til
áréttingar en marglyttur höfðu þeir ekki
með sér til sannindamerkja. Við gerðumst
svo djarfir að spyrja, hvort eitthvað væri
máske undir þarahrúgimni, og fengum við
svar þess sem telur ómaklega að sér vegið,
að svo væri alls ekki. Þá vildi svo óheppi-
lega til að þarabingurinn á bátsbotninum
fór allur á hreyfingu, eins og væri eitthvað
kvikt þar undir, og gerðumst við þá svo
fádæma frekir að skyggnast undir og var
þar í botni bátsins svartur plastpoki með
þremur nýveiddum löxum og einn þeirra
meira að segja með lífsmarki ennþá. Þetta
þóttu okkur tíðindi og tilkynntum sjó-
mönnum að nú væri það heilög skylda
okkar að haldleggja aflann og skrifa þá
síðan sjálfa upp og kæra fyrir veiðiþjófnað.
Okkur var kynnt að okkur yrði ekki
kápan úr því klæðinu því þeir ættu laxinn
og hann létu þeir ekki af hendi með góðu.
Dreif að nokkurn fjölda manna frá nær-
liggjandi bæjum að fylgjast með því sem
þar átti sér stað því „fljótt flýgur stundum
fiskisagan“. Eftir nokkurt japl, jaml og
fuður, orðahnippingar og gífuryrði (jafn-
vel loforð um smá pústra) tilkynntum við
viðmælendum okkar að ekki færum við að
leggja líf okkar í hættu fyrir þrjá laxa, þótt
stolnir væru, og sögðum þeim „að sá vægir
sem vitið hefur meira“ og hurfum við á
braut í bíl þann sem við komum með og
þaðan náðum við um farsíma að kveðja til
lögreglu því við þóttumst fullvissir að ekki
væri annað fært en fara þar útað netum og
34
VEIÐIMAÐURINN