Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Page 40

Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Page 40
Fljótir í land, hann Orri er kominn í eftirlitsferð! í fyrsta lagi er það sú hugarfarsbreyting sem hefur orðið gagnvart þessu ólöglega athæfi. Fólk hefur hingað til gjarnan litið á það sem saklaust athæfi þó verið sé að hnupla einum og einum laxi úr sjó. A þessu hefur orðið mikil breyting og fólk lítur nú á þetta sem rakinn dónaskap og ófyrirleitinn þjófnað gagnvart bændum og stangaveiði- mönnum. Það er líka vert að þakka góða liðveislu frá fjölmiðlafólki. í öðru lagi ber að nefna að í sumar kom loksins út reglugerð frá Landbúnaðar- ráðuneytinu sem setur þessari ólöglegu sjóveiði (sem stunduð er undir yfírskini silungsveiða) mjög þröngar skorður með ýmsum tæknilegum atriðum. Veiðimála- stjóri á þakkir skyldar fyrir hans framlag í þessu og starfsmenn Landbúnaðarráðu- neytisins stóðu mjög vel að verki. Drauganet Þá er ég kominn að drauganetunum sem ég tel mikinn bölvald á grunnslóðum hér við land. I mörgum laxveiðiám og hafbeitar- stöðvum varð í sumar vart við óvenjumikið af netasærðum laxi. Einkum var þetta 2ja ára lax úr sjó og vil ég nefna ána okkar, Laxá í Aðaldal, og Vogalax þar sem óvenjuhátt hlutfall 2ja ára laxa var með netaförum. Sumt af þessum laxi var með hálfgróin netaför sem bendir til að a.m.k. hluti þeirra hafi lent í netum við Vestur-Grænland. 38 VEIÐIMAÐURINN

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.