Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Síða 42
og Bandaríkjunum. Aðrar þjóðir sem hafa
hagsmuna að gæta eru Bretar, Norð-
menn og í minna mæli Svíar, Finnar,
Danir, Frakkar og Spánverjar.
Alls staðar voru undirtektir góðar þó
ýmsir efist um að okkur muni takast ætlun-
arverk okkar, en við gerðum okkur svo
sannarlega grein fyrir að verkefnið var ekki
einungis geysistórt, heldur líka marg-
slungið og viðkvæmt.
Við Laxárfélagsmenn erum sannfærðir
um að rétti tíminn í þetta verkefni er núna,
og því nánar sem við skoðum málið því
sannfærðari erum við, að tíminn nú er hinn
eini rétti.
Staðreyndin er sú að léleg veiði hefur
verið á laxi hjá þessum nágrannaþjóðum
okkar. Einnig hefur reynst erfitt fyrir
Færeyinga að manna báta sína til þessarra
veiða og hefur að því er mér skilst þurft að
setja sérstakar reglur um kauptryggingar.
En aðalatriðið sem vinnur með okkur
nú er að heimsmarkaðsverðið á laxi hefur
hríðfallið og ekkert sem bendir til þess að
það verði í náinni framtíð á uppleið aftur.
Við formenn veiðifélaganna sem stönd-
um að Laxárfélaginu, Helgi Bjarnason for-
maður Flúða á Húsavík, Jóhannes Krist-
jánsson hjá Straumum á Akureyri, auk
mín, hófum málið í haust með því að senda
sérstaka hvatningu til allra meðlima félaga
okkar auk forystumanna í öðrum samtök-
um veiðimanna og veiðibænda. Við lítum
á þetta mál eins og hvert annað ræktunar-
starf, en það starf er og hefur alltaf verið
sameiginlegt verkefni okkar og bænda sem
búa á bökkum Laxár, þar sem hvor aðilinn
um sig greiðir til helminga kostnað á móti
hinum. Þetta hefur okkur reynst afar
farsælt.
Eg átti undirbúningsfund með þeim
Arna Isakssyni veiðimálastjóra og Guð-
mundi Eiríkssyni þjóðréttarfræðingi hjá
Utanríkisráðuneytinu. Þar var málið kruf-
ið og þeir Ámi og Guðmundur útbjuggu
fyrir mig mikilvægt veganesti gagnvart
aðildarþjóðunum í NASCO sem flestir
vita að er alþjóðastofnun sú sem fer með
verndun Atlantshafslaxins.
Verðmæti laxins í úthafsveiðunum
Samkvæmt NASCO-samþykktum
mega Færeyingar veiða 550 tonn á ári
næstu tvö árin með 15% millifærslurétti.
Grænlendingar mega veiða 840 tonn með
10% millifærslurétti. Þetta gerir 1390
tonn eða sem nemur 560.000 löxum. Mið-
að við heimsmarkaðsverð í dag, áætlum við
að skilaverð til sjómanna sé um $ 10,- á
meðallaxi og þá reiknast okkur til að heild-
arverðmætið upp úr sjó sé 5,6 milljónir
bandaríkjadala.
Þegar kvóti er keyptur á botnfiski og
loðnu á íslandi eða í Færeyjum eru venju-
lega greidd 12-20% af áætluðu aflaverð-
mæti. Samkvæmt því áætlum við að þurfi
að greiða aðeins um 600.000 - 1.2 millj.
dollara fyrir kvótann, en auðvitað datt
okkur ekki í hug að málið væri bara svona
einfalt.
Samkvæmt lauslegri áætlun virðast
íslendingar eiga um 5% hlutdeild í þeim
stofni sem Færeyingar og Grænlendingar
veiða. Þannig vorum við að gæla við að
hlutdeild íslendinga í þessum kostnaði
yrði ekki meiri en sem nemur 5-10 milljón-
um króna af heildarpakkanum. Stærsti
hlutinn lendir hjá Norðmönnum, Bretum
og Kanadamönnum og ég hef beðið veiði-
málastjórann í Noregi að koma með út-
reikninga og gögn til að hafa við mat á
kostnaðarskiptingu ef til samninga kemur.
Ég fór til New York og Washington
siðastliðinn september til að skýra hug-
myndir okkar og afla þeim fylgis. Þar
ræddi ég við hagsmunasamtök um vernd-
40
VEIÐIMAÐURINN