Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Page 46
Tveir illa scerðir laxar, 13 og 14 pund, sem veiddust í Laxá í Aðaldal í sumar. Ljósm. Dagur-Ólafur Ágústsson.
nálægt Narssarssuaq. Kvótinn skiptist í
tvennt þannig að helmingur hans, eða 450
tonn, er frjáls sem kallað er, fyrir alla báta
upp að 50 tonnum að stærð. Þegar frjálsi
hlutinn er uppveiddur er settur á svokall-
aður héraðakvóti. Þann hluta mega ein-
ungis veiða sjómenn sem eiga báta allt að
30 fetum að lengd og eiga sjálfír bátinn og
hafa a.m.k. 60% tekna sinna af fiskveiðum.
Sjómenn sem fá vinnu á togurunum og
stærri skipum hjá hinu opinbera og öðrum
fá þannig ekki að stunda þessar veiðar.
Ég fór og heimsótti stofnunina í Nuuk á
Grænlandi sem veitir öll laxveiðileyfín og
fylgist með veiðunum. Ég fékk að skoða öll
gögn og bækur þeirra en þar fer skrásetn-
ing fram á hverjum morgni og ég var
ánægður með hvernig að efitrlitsmálum
var staðið. Talsvert held ég að ekki komi til
skila vegna þess að sjómennirnir taka til
baka þá laxa sem ekki hljóta náð í fyrsta
gæðaflokki, en í einkasamtölum fékk ég
þær tölur að heildar ólögleg veiði væri
aðeins um fímm tonn á ári.
Ég reyndi að komast að því hvort ein-
hverjar breytingar hefðu orðið á seinasta
ári sem leiddu til þess að laxar slyppu úr
netum Grænlendinga, og hafði í huga mik-
ið af netasærðum laxi sem veiddist á ís-
landi í sumar. Allir töldu að svo væri ekki
og ég fékk ekki vísbendingar um slíkt.
Þeir staðfestu að þeir væru að fikra sig
áfram með að veiða lax á línu eins og Fær-
eyingar og hefðu komist að þeirri niður-
44
VEIÐIMAÐURINN