Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Side 51

Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Side 51
son, veiðimálastjóri 1955). Við fiskvega- gerð er fyrst sprengt og síðan steypt upp hólf. í sambandi við fiskstiga má minna á, að staðsetning hans skiptir miklu máli þannig að fískur eigi sem auðveldast með að fínna útrennsli fískvegar. Nauðsynlegt er að tempra vatnsrennsli um stigann. Þá þurfa fiskvegir viðhald, eins og önnur mannvirki, og endurnýjun, eins og nokkur dæmi sanna úr sögu fiskvega hér á landi. Lokuð leið opnuð Fiskvegir eða framkvæmd þeim skyld við hindranir hafa í flestum tilvikum opnað áður lokaða leið fyrir lax. En hitt er einnig til að göngufiskur hafí átt tímabundið í erfíðleikum með að komast upp straum- vatn. Bygging fískstiga við slíkar aðstæður hefur því stefnt að því að fiskur gæti komist án tafar sem víðast um viðkomandi vatna- svæði. Mikilvægt er talið að laxinn þurfí ekki að eyða takmarkaðri orku sinni í að glíma við erfíða hindrun. Auk þess er eftir slíka framkvæmd unnt að stunda veiðiskap fyrr og víðar í árkerfínu. Nokkrir fískfar- ir hafa verið byggðir í stíflur, sem orkuver hafa reist. Fjöldi minniháttar aðgerða til að auðvelda físki för um árnar hafa verið unnar í ám víðsvegar um land. I sumum tilvikum hefur árangur af fiskvegagerð og umbótum þessum orðið minni en að var stefnt eða vonir stóðu til. Fyrsti laxastigi hannaður 1908 Fyrstu drög að fiskstigagerð hér á landi munu líklegast vera áætlun og uppdráttur frá árinu 1908 við að sprengja Eyrarfoss í Laxá í Svínadal í Borgarfjarðarsýslu, sem Fiskvegur hjá Ennisflúðum í Blöndu, byggður 1965. Ljósm. Ámi ísaksson. VEIÐIMAÐURINN 49

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.