Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Qupperneq 52
Fiskvegur í Kattarfossi í Hítará, byggður 1971.
Ljósm. Ami Isaksson
Jón Þorláksson, verkfræðingur, síðar for-
sætisráðherra, gerði eftir fyrirsögn Bjarna
Sæmundssonar, fískifræðings, fyrir Bjarna
Bjarnason, bónda á Geitabergi. Ekki
verður séð að frekar hafi verið aðhafst í
málinu. Það kemur aftur á dagskrá árið
1924 þegar Benedikt Jónsson verkfræð-
ingur teiknar stiga við Eyrarfoss. En eins
og fyrr, var ekki ráðist til atlögu við foss-
inn að sinni.
A hinn bóginn var aðra sögu að segja af
veiðieigendum við Langá. Þeir glímdu við
Skuggafoss í Langá á Mýrum 1911 með
því að sprengja burt grjót úr fossinum og
auðvelda þannig laxi för um hann, en foss-
inn hafði verið laxi mjög erfiður við
ákveðna vatnsstöðu í ánni. Það næsta sem
gerist í þessum efnum hér á landi, er að
teiknaður er stigi í Laufásfossa í Fnjóská af
Árna Pálssyni, verkfræðingi hjá vegamála-
stjóra, árið 1927, sem reyndar var ekki gert
frekar með. Á þessum árum var reynt að
bæta skilyrði fyrir lax til uppgöngu við
Laxfoss í Norðurá.
Laxastigi í Lagarfoss 1932
I fimmta sinn, sem hafist er handa um
undirbúning að fiskstigagerð, kemur
Lagarfoss við sögu. Það er árið 1932, að
laxastigi er byggður í fossinn, en Geir
Zoéga, vegamálastjóri, teiknaði stigann.
Á sama ári var byggður fiskstigi við raf-
orkustíflu í útrennsli Laxár á Ásum úr
Laxárvatni í Húnavatnssýslu. Þannig hófst
eiginleg fiskstigagerð hér á landi. Austur-
rískur líffræðingur, Reinsch að nafni, hafði
verið hér á ferð nokkrum árum áður og
kannað Lagarfljótssvæðið. Hann lagði til
að fiskstigi yrði byggður í Lagarfoss. Einn-
ig var á árinu 1932 reynt að auðvelda laxi
för um Glanna í Norðurá með því að brjóta
laxinum nýja leið. Næst er það Fnjóská
sem kemur á dagskrá á ný árið 1937, en þá
er gerður stigi í Laufásfossa eftir fyrirsögn
skosks veiðimálastjóra, Menzies að nafni.
En framkvæmdin var á herðum L. Fortes-
cue, Englendings, sem hafði Fnjóská á
leigu. Sama árið, 1937, er gerður laxastigi
hjá svonefndum Kerafossum í Fitjaá á
vatnasvæði Víðidalsár í Húnavatnssýslu.
Og um svipað leyti er gerður stigi í raf-
orkustíflu, sem reist var í Varmá í Ölfusi,
skammt ofan við Reykjafoss. Árið 1939 var
byggður laxastigi í Blöndu, hjá Ennisflúð-
um.
Að lokinni framangreindri upptalningu
um fiskvegi í íslenskum straumvötnum á
fyrstu áratugum þessarar aldar, má telja að
tíundað hafi verið allt það, sem vitað er að
gerst hafi á þessu sviði hér á landi fram að
50
VEIÐIMAÐURINN