Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Síða 52

Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Síða 52
Fiskvegur í Kattarfossi í Hítará, byggður 1971. Ljósm. Ami Isaksson Jón Þorláksson, verkfræðingur, síðar for- sætisráðherra, gerði eftir fyrirsögn Bjarna Sæmundssonar, fískifræðings, fyrir Bjarna Bjarnason, bónda á Geitabergi. Ekki verður séð að frekar hafi verið aðhafst í málinu. Það kemur aftur á dagskrá árið 1924 þegar Benedikt Jónsson verkfræð- ingur teiknar stiga við Eyrarfoss. En eins og fyrr, var ekki ráðist til atlögu við foss- inn að sinni. A hinn bóginn var aðra sögu að segja af veiðieigendum við Langá. Þeir glímdu við Skuggafoss í Langá á Mýrum 1911 með því að sprengja burt grjót úr fossinum og auðvelda þannig laxi för um hann, en foss- inn hafði verið laxi mjög erfiður við ákveðna vatnsstöðu í ánni. Það næsta sem gerist í þessum efnum hér á landi, er að teiknaður er stigi í Laufásfossa í Fnjóská af Árna Pálssyni, verkfræðingi hjá vegamála- stjóra, árið 1927, sem reyndar var ekki gert frekar með. Á þessum árum var reynt að bæta skilyrði fyrir lax til uppgöngu við Laxfoss í Norðurá. Laxastigi í Lagarfoss 1932 I fimmta sinn, sem hafist er handa um undirbúning að fiskstigagerð, kemur Lagarfoss við sögu. Það er árið 1932, að laxastigi er byggður í fossinn, en Geir Zoéga, vegamálastjóri, teiknaði stigann. Á sama ári var byggður fiskstigi við raf- orkustíflu í útrennsli Laxár á Ásum úr Laxárvatni í Húnavatnssýslu. Þannig hófst eiginleg fiskstigagerð hér á landi. Austur- rískur líffræðingur, Reinsch að nafni, hafði verið hér á ferð nokkrum árum áður og kannað Lagarfljótssvæðið. Hann lagði til að fiskstigi yrði byggður í Lagarfoss. Einn- ig var á árinu 1932 reynt að auðvelda laxi för um Glanna í Norðurá með því að brjóta laxinum nýja leið. Næst er það Fnjóská sem kemur á dagskrá á ný árið 1937, en þá er gerður stigi í Laufásfossa eftir fyrirsögn skosks veiðimálastjóra, Menzies að nafni. En framkvæmdin var á herðum L. Fortes- cue, Englendings, sem hafði Fnjóská á leigu. Sama árið, 1937, er gerður laxastigi hjá svonefndum Kerafossum í Fitjaá á vatnasvæði Víðidalsár í Húnavatnssýslu. Og um svipað leyti er gerður stigi í raf- orkustíflu, sem reist var í Varmá í Ölfusi, skammt ofan við Reykjafoss. Árið 1939 var byggður laxastigi í Blöndu, hjá Ennisflúð- um. Að lokinni framangreindri upptalningu um fiskvegi í íslenskum straumvötnum á fyrstu áratugum þessarar aldar, má telja að tíundað hafi verið allt það, sem vitað er að gerst hafi á þessu sviði hér á landi fram að 50 VEIÐIMAÐURINN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.