Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Blaðsíða 53
Fiskvegur hjá Beljanda á vatnasvceði Breiðdalsár,
byggður 1977. Ljósm. Árni ísaksson.
heimsstyrjöldinni seinni. Þó er ekki fyrir
það að synja, að menn kunni að hafa fyrr á
tímum og sérstaklega á fyrrihluta þessarar
aldar auðveldað físki för um árnar, með
lagfæringu í fossi eða árfarvegi. Víst er,
hafi þetta átt sér stað, að það voru minni-
háttar umbætur.
Skrá um fískvegi
Hér með fylgir skrá um fiskvegi eða lag-
færingu í straumvatni frá upphafi slíkra
framkvæmda hér á landi og til þessa. Eins
og sjá má á lista þessum, hefur lifnað yfír
fískvegagerð á fimmta áratugnum en á
þeim sjöunda hefst endurnýjun eldri sitga
og sá áttundi er athafnasamasti áratugur-
inn hvað fiskvegagerð snertir.
Ýmsir verkfræðingar eða tæknimenn
hafa unnið að fiskvegaframkvæmdum.
Sérstöðu í þeim hópi hefur Guðmundur
Gunnarsson, verkfræðingur, sem hefur
hannað 30 fískvegi. Auk þess má nefna
Sigurð Jóhannsson, verkfræðing, síðar
vegamálastjóra, sem teiknaði Eyrarfoss-
stigann, sem byggður var 1949, og Sigurð
Thoroddsen, verkfræðing, en á vegum
hans voru hannaðir nokkrir fiskvegir, sem
reistir hafa verið af orkuverum. Sömuleiðis
má nefna þá Jósep Reynis, arkitekt, og
Vífíl Oddsson, verkfræðing, sem hafa
hannað fjóra fiskvegi í Langá og Selá í
Vopnafírði, saman eða hvor í sínu lagi.
Auk þess hafa hannað fiskvegi verkfræð-
ingarnir Erling Ellingsen, Stefán Olafsson,
Gunnar Guðmundsson, Björn Stefánsson,
Karl Guðmundsson, Einar Þorbjarnarson.
Einnig má nefna tæknimennina Zophonías
Jónsson, sem kom við sögu nokkurra stiga-
framkvæmda í eldri tíð og Guðjón Guð-
mundsson, sem hafði afskipti af laxastiga-
gerð í Laxá á Refasveit á sínum tíma.
Skrá um fískvegamannvirki
og lagfæringar á straumvötnum
1908 Laxá í Svínadal
1911 Langá
1924 Laxá í Svínadal
1927 Fnjóská
1930 ca. Norðurá
Eyrarfoss teikning
Skuggafoss sprengt
Eyrarfoss teikning
Laufásfossar teikning
Laxfoss lagf.
VEIÐIMAÐURINN
51