Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Side 56

Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Side 56
V eiðipós turinn Fjölskylda á laxveiðum Guðmundur J. Kristjánsson sendi blað- inu myndina hér á þessari síðu og fylgdu henni nokkrar línur, svohljóðandi: Þrír Maríulaxar komu á land úr Gljúf- urá sama daginn s.l. sumar, 10 júlí, og fengust þeir allir í Kerinu, þrjú, fjögur og sex pund að þyngd, allir á maðk. Þessa laxa veiddu Hulda Rós, 16 ára, Sunna Jóna, 14 ára, og móðir þeirra Sjöfn Guðmundsdóttir. Með þeim eru á myndinni Guðni Þórðarson, faðir Huldu Rósar og Sunnu Jónu, og Unnur Guðjónsdóttir og Guð- mundur J. Kristjánsson, foreldrar Sjafnar. Tólf laxa fengu þessir veiðifélagar. Auk þess veiddi Sunna Jóna 2,5 punda regn- bogasilung, sem telja verður óvenjulega veiði af þeirri tegund svo langt frá sjó. Sú var einnig skoðun fískifræðinganna frá Borgarnesi, sem mættir voru á staðnum til að mæla, vigta og taka hreistursýni af löxunum. Veiðimaðurinn þakkar Guðmundi sendinguna og óskar hinum ötula og reynda baráttumanni fyrir hagsmunum okkar stangaveiðimanna árs og friðar. 54 VEIÐIMAÐURINN

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.