Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Blaðsíða 62

Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Blaðsíða 62
En ég er ákveðinn í að gefa mig hvergi og satt að segja er ég í dálítilli æfingu. Fyrir fimm vikum vorum við pabbi að veiða af báti á svokölluðu Mjósundi, sem er veiði- staður neðarlega í Laxá. Þá festi ég flugu í harðsnúnum laxi, um 12-14 punda, sem fór af eftir 15 mínútur. Pabbi sagði, að fiskurinn hefði verið vel tekinn, en farið af vegna þess að línan hafi verið óklár á hjólinu. Núna á slíkt ekki að koma fyrir. Fiskurinn, sem nú er fastur á flugunni, hægir á sér eftir stökkið og syndir aftur á þann stað þar sem hann tók. Pabbi rær til baka og ég finn, að ég er að fá máttinn aftur í fæturna. Mamma birtist rétt í þessu á brekku- brúninni fyrir neðan veiðikofann. Henni er strax gefið merki um að gera myndavélina klára. Allan tímann, sem viðureignin fer fram, stendur mamma á bakkanum og myndar atganginn. A þeim stað, sem laxinn tók, er áin mjög breið, 200-300 metrar að minnsta kosti, og þeirri breidd heldur hún langt niður eftir. Þetta notfærir laxinn sér. Hann stekkur ekki aftur, en syndir ýmist langt niður eftir ánni eða upp eftir henni, og stundum út á miðja á. A milli stimpast hann við og heldur að mestu kyrru fyrir. Pabbi rær og rær og gefur upp tímann á 15 mínútna fresti. Þegar viðureignin hefur staðið í rúmlega eina klukkustund, rær pabbi bátnum að litlum hólma, sem er þarna rétt við land. Hann segir, að nú sé best að ég þreyti laxinn úr landi. Sjálfur grípur hann háfinn og býr sig undir að taka fiskinn í hann. En laxinn á heilmikið eftir, og aftur verðum við að fara um borð og elta hann langt út í á. Það er ekki fyrr en eftir eina klukkustund og 25 mínútur, sem hann næst í háfínn. Þið megið trúa því, að það var þreyttur en hamingjusamur veiðimaður, sem hampaði Maríulaxinum sínum þarna á bökkum Laxár 28. júlí í sumar. Gamla veiðireislan hans pabba gaf sig og slitnaði í sundur, þegar átti að fara að vigta fiskinn. Það var ekki fyrr en við kom- um í reykhúsið hans Kristjáns á Hólma- vaði, að við komumst að raun um, að lax- inn var 20 punda hrygna og 102 sm á lengd. Það var ánægð fjölskylda, sem naut síð- búins hádegisverðar þennan dag í glæsi- legum húsakynnum gamla þinghússins á Hólmavaði. Björvin Skúli með Maríulaxinn sinn, Kári bróðir hans og faðir þeirra, Sigurður Bjarnason. Ljósm. Þjóðbjörg Þórðardóttir. 60 VEIÐIMAÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.