Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Side 66

Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Side 66
rányrkju. Hvað eftir annað eyðilögðu bálreiðir Islendingar laxagildrur hans, þótt við lægju háar fjársektir og jafnvel fangelsisdómar. Að lokum gafst Thomsen upp, og árið 1890 seldi hann árnar enskum dómara, Harry Alfred Payne að nafni, fyrir 3000 pund. Með kaupum Payne á ánum upphófst „gullöld Elliðaánna“, segir Ásgeir í sögu sinni. Payne veiddi 12 laxa fyrsta sumarið í ánum. En frá og með árinu 1907 var veiðin yfír 1000 laxar á sumri á tvær stengur. Eftirtektarverðastur er þó hlutur Steingríms Jónssonar, sem lengi var raf- magnsstjóri Reykjavíkur. Hann var ekki veiðimaður sjálfur og hefði aðstöðu sinnar vegna getað eyðilagt Elliðaárnar sem lax- veiðiá, ef honum hefði svo þóknazt. En Steingrímur vakti á löngum embættisferli yfir Elliðaánum eins og verndandi engill. Hvað eftir annað hagræddi hann raforku- framkvæmdum þannig, að árnar biðu ekki skaða af, en að laxinn gæti gengið upp í þær. Hann skrifaði mörg rit á sviði sér- greinar sinnar, en hann sagði líka: „Auð- æfí landsins okkar verður að nýta á þann hátt, að þau aukist í stað þess að þverra.“ Ásgeir Ingólfsson segir, að Steingrímur Jónsson hafi ávallt staðið við orð sín. Það er því engin furða, að þegar Steingrímur loksins fékkst til að reyna stöngina, þegar hann var sjötugur að aldri, þá heiðruðu Elliðaárnar hann með þrem silfurbjörtum löxum. Áður hafði þessi maður, sem þá var ekki stangaveiðimaður, verið gerður að fyrsta heiðursfélaga Stangaveiðifélags Reykjavíkur og hann hafði verið sæmdur fyrsta gullmerkinu, sem félagið veitti. Steingrímur Jónsson andaðist árið 1975, þá 85 ára að aldri. Bók Ásgeirs Ingólfssonar um Elliða- árnar segir líka frá ýmsu, sem að gagni má koma bæði laxveiðimönnum og þeim, Art kastar á Símastrenginn. sem láta sig verndunarmál skipta. Hún sýnir okkur vel á hvern hátt Islendingar stjórna laxamálum sínum, svo að hvergi gerist betra. Viðtal við gamlan leiðsögu- mann við árnar segir okkur líka, hvernig Crosfield varð til, laxaflugan fræga. Vissir þú, að upphaflega flugan var með gulan haus og var hönnuð inni við Elliðaár af Shetney Crosfíeld, en ekki af bróður hans, Ernest? Ekki hafði ég hugmynd um þetta. Þegar ég kem til Islands í sumar, verður það 23. ferðin mín til landsins. Ef guðirnir norrænu leyfa, fæ ég minn árlega hálfa dag í Elliðaánum. Og þig megið þá bóka það, að ég mun kasta Crosfield með gulum haus. Hvort ég fæ lax, skiptir ekki máli. Elliðaárnar eru nú ekki aðeins góður kunningi, heldur gamall og kær vinur minn. Svo er fyrir að þakka hinni ágætu bók Ásgeir Ingólfssonar. Þýð. M.Ó. 64 VEIÐIMAÐURINN

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.