Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Side 67

Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Side 67
Aðalfundur L.S. Aðalfundur Landssambands stangaveiði- félaga var haldinn í Munaðarnesi dagana 4. og 5. nóvember, og var þetta 39. aðal- fundur samtakanna. Fundinn sóttu 85 fulltrúar frá ýmsum stangaveiðifélögum landsins, auk nokkurra gesta, þeirra á meðal Arna Isakssonar veiðimálastjóra, Böðvars Sigvaldasonar formanns Lands- sambands veiðifélaga, Orra Vigfússonar formanns Laxárfélagsins, Tuma Tómas- sonar fískifræðings og Sigurðar Arna- sonar fv. skipherra, sem allir fluttu erindi á fundinum. Fundarstjórar voru Svend Richter og Gylfi Pálsson frá Armönnum, og fundarritarar Böðvar Björnsson og Ingi Steinar Gunnlaugsson frá Stanga- veiðifélagi Akraness. Rafn Hafnfjörð formaður L.S. setti fundinn og minntist í upphafí Finnboga Guðlaugssonar, sem andaðist 29. maí s.l., en hann var félagi í Stangaveiðifélagi Borg- arness og um langt árabil gjaldkeri og síðan formaður þess félags og sat aðalfundi L.S. í 19 ár. Formaður gat þess, að þrjú félög hefðu gengið í L.S. frá síðasta aðalfundi og bauð þau velkomin í hópinn. Þetta eru stanga- veiðifélögin A stöng, Grettistak og Lax-á. Þá bauð hann þrjá fulltrúa Stangaveiði- félags Patreksfjarðar sérstaklega velkomna á fundinn, en fulltrúar þess félags hafa ekki setið aðalfund L.S. áður. Því næst sagði formaður: Við höfum nú valið þennan fundarstað einu sinni enn þrátt fyrir að hann henti ekki vel fyrir okkar hefðbundna kvöld- fagnað. En hann hefur svo marga kosti er tengjast okkar hugðarefni, stangaveiðinni, að það fyrirfmnst enginn heppilegri. Hér erum við nokkurn veginn miðsvæð- is milli þeirra stangaveiðifélaga er best hafa sótt aðalfundi okkar, þó eilítið sé lengra fyrir Akureyringa að fara heldur en okkur Sunnlendinga. Hér erum við mitt í einu besta veiði- héraði landsins, sem kalla má vöggu stangaveiðinnar á Islandi, því heimildir herma að Andrés Andrésson Fjeldsted sé fyrsti Borgfirðingurinn sem stundaði stangaveiði og þá trúlega fyrsti Islend- ingurinn, því að í Byggðasafninu í Borgar- nesi er veiðistöng sem hann fékk frá Eng- landi árið 1852 og trúlega hefur hann byrjað að veiða á hrífuskaft eða bambus- stöng mun fyrr. Hér erum við fjarri skarkala borgar- lífsins og getum á vissan hátt notið þess friðar og þeirrar fegurðar sem íslensk nátt- úra hefur upp á að bjóða, - þess er við stangaveiðifólk sækjumst eftir, - þar sem hið hefta hugmyndaflug borgarlífsins og innibyrgð leikgleði fær útrás. Verum minnug þess að þennan fjársjóð, þessa fögru og ómenguðu náttúru, eigum við í sameiningu öll þjóðin og þessi forrétt- indi verðum við að sameinast um að verja, bæði dreifbýlis- og þéttbýlisfólk. Formaður flutti síðan skýrslu um starfið 65 VEIÐIMAÐURINN

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.