Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Qupperneq 67

Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Qupperneq 67
Aðalfundur L.S. Aðalfundur Landssambands stangaveiði- félaga var haldinn í Munaðarnesi dagana 4. og 5. nóvember, og var þetta 39. aðal- fundur samtakanna. Fundinn sóttu 85 fulltrúar frá ýmsum stangaveiðifélögum landsins, auk nokkurra gesta, þeirra á meðal Arna Isakssonar veiðimálastjóra, Böðvars Sigvaldasonar formanns Lands- sambands veiðifélaga, Orra Vigfússonar formanns Laxárfélagsins, Tuma Tómas- sonar fískifræðings og Sigurðar Arna- sonar fv. skipherra, sem allir fluttu erindi á fundinum. Fundarstjórar voru Svend Richter og Gylfi Pálsson frá Armönnum, og fundarritarar Böðvar Björnsson og Ingi Steinar Gunnlaugsson frá Stanga- veiðifélagi Akraness. Rafn Hafnfjörð formaður L.S. setti fundinn og minntist í upphafí Finnboga Guðlaugssonar, sem andaðist 29. maí s.l., en hann var félagi í Stangaveiðifélagi Borg- arness og um langt árabil gjaldkeri og síðan formaður þess félags og sat aðalfundi L.S. í 19 ár. Formaður gat þess, að þrjú félög hefðu gengið í L.S. frá síðasta aðalfundi og bauð þau velkomin í hópinn. Þetta eru stanga- veiðifélögin A stöng, Grettistak og Lax-á. Þá bauð hann þrjá fulltrúa Stangaveiði- félags Patreksfjarðar sérstaklega velkomna á fundinn, en fulltrúar þess félags hafa ekki setið aðalfund L.S. áður. Því næst sagði formaður: Við höfum nú valið þennan fundarstað einu sinni enn þrátt fyrir að hann henti ekki vel fyrir okkar hefðbundna kvöld- fagnað. En hann hefur svo marga kosti er tengjast okkar hugðarefni, stangaveiðinni, að það fyrirfmnst enginn heppilegri. Hér erum við nokkurn veginn miðsvæð- is milli þeirra stangaveiðifélaga er best hafa sótt aðalfundi okkar, þó eilítið sé lengra fyrir Akureyringa að fara heldur en okkur Sunnlendinga. Hér erum við mitt í einu besta veiði- héraði landsins, sem kalla má vöggu stangaveiðinnar á Islandi, því heimildir herma að Andrés Andrésson Fjeldsted sé fyrsti Borgfirðingurinn sem stundaði stangaveiði og þá trúlega fyrsti Islend- ingurinn, því að í Byggðasafninu í Borgar- nesi er veiðistöng sem hann fékk frá Eng- landi árið 1852 og trúlega hefur hann byrjað að veiða á hrífuskaft eða bambus- stöng mun fyrr. Hér erum við fjarri skarkala borgar- lífsins og getum á vissan hátt notið þess friðar og þeirrar fegurðar sem íslensk nátt- úra hefur upp á að bjóða, - þess er við stangaveiðifólk sækjumst eftir, - þar sem hið hefta hugmyndaflug borgarlífsins og innibyrgð leikgleði fær útrás. Verum minnug þess að þennan fjársjóð, þessa fögru og ómenguðu náttúru, eigum við í sameiningu öll þjóðin og þessi forrétt- indi verðum við að sameinast um að verja, bæði dreifbýlis- og þéttbýlisfólk. Formaður flutti síðan skýrslu um starfið 65 VEIÐIMAÐURINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.