Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Síða 74
strandeldisstöðvar, sem hafa frárennsli
beint í sjó og hljóta samþykki landbún-
aðarráðuneytisins til að taka við slíkum
stofnum.
7. gr. Vegna hættu á erfðablöndun
íslenskra laxastofna, sökum aukinna um-
svifa í fiskeldi hér á landi, skal fela Veiði-
málastofnun að framkvæma eftirfarandi
rannsóknaverkefni, sem greiðist úr ríkis-
sjóði:
a) Könnun á innbyrðis skyldleika ís-
lenskra stofna og erfðafræðilega íjarlægð
frá erlendum stofnum með rafdrætti eggja-
hvítuefna eða öðrum heppilegum aðferð-
um.
b) Frystingu á sviljum laxahænga úr
villtum laxastofnum í samvinnu við
Rannsóknastofnun landbúnaðarins eða
nautakynbótastöðvar sem möguleika hafa
á slíkri samvinnu.
c) Hafmn verði undirbúningur að
markvissu kynbótastarfi með heppilega
íslenska stofna til notkunar í strand- og
sjókvíaeldi.
9. gr. Reglur þessar skal endurskoða á
sama tíma og reglugerð nr. 401 um „flutn-
ing og sleppingar laxfíska og varnir gegn
físksjúkdómum og blöndun laxastofna“,
þ.e. fyrir 1. júlí 1990.
Að sjálfsögðu hefði ég viljað komast hjá
því að taka þátt í slíkum ákvörðunum en
það verður ekki bæði sleppt og haldið.
Eg tel að sú málamiðlun sem nefndin
varð sammála um sé eins varfærnisleg og
unnt var að ná fram.
Og ég tel það mun sterkara fyrir okkar
samtök að eiga fulltrúa í þeim nefndum
og ráðum sem fjalla um vatnafiska, heldur
en standa utan þeirra eins og verið hefur.
Enda fórum við fram á það bréflega við
landbúnaðarráðherra þ. 19. nóvember
1987 að fulltrúi frá okkar samtökum sé ætíð
í þeim nefndum sem á einn eða annan
hátt vinna að löggjöf og reglugerðum um
vatnasvæði og umhverfí þeirra.
Reglur þessar, með ítarlegri greinargerð
eftir veiðimálastjóra, eru birtar í Veiði-
manninum 130. tbl.
Verum minnug þess að ekkert land býr
við strangari veiðilöggjöf og veiðireglur en
við Islendingar. Við erum öfundaðir af öll-
um okkar nágrannaþjóðum, þó svo að við
sjálf séum sífellt að berja lóminn.
Fiskeldið
Helst vildi ég sleppa því að ræða frekar
um fiskeldi, svo hrikalegar eru síðustu
fréttir um stöðu fiskeldisfyrirtækja. Ekki
hef ég tekið það saman hve mörg þeirra
hafa beðið um greiðslustöðvun eða eru nú
þegar gjaldþrota, en fyrir viku las ég á for-
síðu DV að „flaggskipið“ þeirra, íslands-
lax, skuldaði á annan milljarð!
Allar fréttir sem ég hef séð og heyrt í
fjölmiðlum um laxeldi síðastliðið ár eru
neikvæðar.
Laxveiðin 1989
Samkvæmt nýjustu skýrslum var lax-
veiðin 39% minni en í fyrra eða um 92.000
laxar og töluvert undir meðalveiði áranna
1974 til 1988. Alls veiddust 30.000 laxar á
stöng, um 12.000 í net og 50.000 úr hafbeit.
Eg ætla ekki að hafa þetta lengra um
veiðina, þar sem veiðimálastjóri mun flytja
skýrslu sína hér á eftir, en ítreka spurningu
mína frá aðalfundinum 1987 „hvort við
séum ekki farnir að ofbeita hafíð eins og
heiðarnar“ ?
Er ekki nauðsynlegt að setja einhverjar
hömlur á það magn seiða sem sett er í hafíð
og jafnvel gæði þeirra?
Ólögleg laxveiði í sjó
Aldrei hafa stangaveiðimenn tilkynnt
um fleiri veidda laxa með netaförum en s.l.
72
VEIÐIMAÐURINN