Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Blaðsíða 77

Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Blaðsíða 77
vegirnir standi ekki undir þeim hækkunum og allt fari á hausinn, - þeir fá alltaf sitt áhyggjulaust og ábyrgðarlaust. Mundi okkur nokkuð muna um að borga kr. 50 þúsund fyrir stangardaginn ef við hefðum svona laun og svona forrétt- indi? - Svari hver fyrir sig. Markhópur veiðiréttareigenda eru því þessir: Erlendir auðkýfingar, hálaunaðir opinberir starfsmenn og forsvarsmenn þeirra örfáu stórfyrirtækja sem þegar eru ekki komin á vonarvöl. Formaðurinn gefur ekki kost á sér í því sem hér hefur verið sagt felst meginskýringin á því að ég gef ekki kost á mér til formanns fyrir þessi samtök nú 4. árið í röð. Eg er nefnilega svo óheppinn að hafa valið mér ranga línu þ.e.a.s. að vera með valdboði skipaður kauplaus innheimtu- maður hjá því opinbera og ef ég stend mig ekki í þeirri innheimtu, þá einfaldlega mæta mennirnir með gylltu hnappana og innsiglið. En ég er ekki að flýja frá hinum fjöl- mörgu verkefnum sem bíða næstu stjórn- ar, ég er aðeins að fara fram á minna álag. Þess vegna býðst ég til að taka sæti í vara- stjórn ef stjómarmenn og fundurinn æskir þess. Ég hef því miður enga orku aflögu leng- ur frá þessari hörðu lífsbaráttu, til að sinna jafn krefjandi sjálfboðastarfi. Ég tel mig skila af mér góðu búi. Það hefur ríkt friður og samstaða innan stjórn- arinnar allt s.l. ár og landssambandið á nú í fyrsta skipti dágóðan sjóð eins og reikn- ingarnir bera með sér. Ég vil svo að lokum þakka meðstjórnar- mönnum mínum ánægjulegt og farsælt samstarf, einnig formönnum og stjórnum allra stangaveiðifélaga innan L.S. og ég vona að fundur þessi verði öllu stanga- veiðifólki til gagns og einhverrar gleði. Að lokinni skýrslu formanns greindi Gylfi Pálsson frá aðalfundi NSU, sem haldinn var í Stokkhólmi 14.-15. apríl s.l., en auk Gylfa sat Grettir Gunnlaugsson þennan fund fyrir Islands hönd. Sigurður Bjarnason skýrði frá störfum nefndar, sem L.S. skipaði til athugunar á unglingastarfí innan stangaveiðiíþróttar- innar. Sigurður Sveinsson sagði frá starfí nefndar, sem athugar möguleika á almenn- ingsveiði í uppistöðulónum Lands- virkjunar. Rósar Eggertsson greindi frá störfum nefndar, sem skipuð var til að gera til- lögur um breytingar á lax- og silungsveiði- löggjöfínni. Hjörleifur Gunnarsson gjaldkeri L.S. Sigurður Amasott fv. skipherra hjá Landhelgis- gœslunni segir frá eftirliti með ólöglegum laxveið- um í sjó. VEIÐIMAÐURINN 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.