Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Page 80
víkur skemmtu með söng og fleira var þar á
dagskrá til að auka ánægju gesta.
Daginn eftir hófst dagskrá fundarins
með umræðum og afgreiðslu á ályktunar-
tillögum, sem fram höfðu verið lagðar af
stjórn L.S. Þær fólu í sér:
1. Askorun til landbúnaðarráðherra um
stuðning við aukið eftirlit með netaveiðum
á laxi í sjó með ströndum landsins.
2. Askorun til landbúnaðarráðherra um
stuðning við aðgerðir til að fá keyptan
úthafsveiðikvóta Færeyinga og Græn-
lendinga á laxi.
3. Áskorun til fjármálaráðherra um að
koma í veg fyrir, að virðisaukaskattur verði
lagður á stangaveiðileyfi.
Tillögu frá Hákoni Jóhannssyni og
Birgi J. Jóhannssyni um gerð fána L.S. í
tilefni af 40 ára afmæli sambandsins á
næsta ári, og um ritun sögu L.S. af sama
tilefni, var vísað til stjórnar.
Þessu næst fóru fram kosningar í stjórn
og nefndir.
Rafn Hafnfjörð, sem verið hefur for-
maður L.S. í þrjú ár, gaf ekki kost á sér í
það embætti nú.
Grettir Gunnlaugsson var einróma
kjörinn formaður til eins árs.
Hjörleifur Gunnarsson og Sigurður
Bjarnason voru endurkosnir meðstjórn-
endur til tveggja ára, Rósar Eggertsson
og Sigurður Sveinsson sitja áfram án kosn-
ingar. I varastjórn voru endurkosnir
Matthías Einarsson og Jón Bjarnason, og
Rafn Hafnfjörð var kjörinn í varastjóm í
stað Grettis nýkjörins formanns.
Fulltrúar í Landvernd eru Árni Er-
lingsson og Sigmar Ingason, til vara Sig-
urður Benjamínsson. Fulltrúar í fram-
kvæmdanefnd N.S.U. eru Grettir Gunn-
laugsson og Olafur G. Karlsson, Rósar
Eggertsson til vara. Endurskoðendur eru
Barði Friðriksson og Einar Stefánsson,
Garðar Þórhallsson til vara.
I lokaorðum sínum þakkaði Grettir
Gunnlaugsson nýkjörinn formaður Rafni
Hafnfjörð fyrir frábær störf og tók þing-
heimur undir þau orð með dynjandi lófa-
klappi.
Nýkjörin stjórn L.S., frá vinstri Rósar Eggertsson, Sigurður Bjamason, Jón Bjarnason, Grettir Gunn-
laugsson formaður, Rafn Hafnfjörð, Sigurður Sveinsson, Matthías Einarsson og Hjörleifur Gunnarsson.
Ljósm. Gunnar Bender.
78
VEIÐIMAÐURINN