Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.2022, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.10.2022, Blaðsíða 12
440 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 R A N N S Ó K N hafa verið gerðar á ungum einstaklingum með brátt hjartadrep sem sýna að nýgengi hefur ekki lækkað meðal yngri einstak- linga,6-9 en þar eru ungir einstaklingar skilgreindir sem 50 eða 55 ára og yngri og mjög ungir einstaklingar skilgreindir sem 35 eða 40 ára og yngri.6-10 Tvær rannsóknir hafa verið gerðar hér á landi á faraldsfræði bráðs hjartadreps hjá 40 ára og yngri á árunum 1980- 1984 og milli 2005-2009. Þar mátti sjá að nýgengi stóð í stað frá fyrri til seinni rannsóknar en aldursstaðlað nýgengi lækkaði.11,12 Algengi hefðbundinna áhættuþátta kransæðasjúkdóms er mis- jafnt milli aldurshópa með brátt hjartadrep. Þeir yngri eru líklegri til að reykja og hafa ættarsögu um kransæðasjúkdóm.8,10-13 Yngri einstaklingar eru einnig líklegri til að nota vímuefni á borð við kannabis og örvandi efni eins og kókaín og amfetamín sem geta haft bein áhrif á æðakerfið.8 Þrátt fyrir að hópi mjög ungra einstaklinga með brátt hjarta- drep hafi verið nokkuð lýst hér á landi, hefur sjónum hingað til ekki verið beint að hópi ungra einstaklinga og eru nýgengi, áhættuþættir og horfur þessa hóps ekki þekkt. Markmið rann- sóknarinnar voru að kanna nýgengi, áhættuþætti og horfur ungra einstaklinga á Íslandi með hjartadrep. Efniviður og aðferðir Rannsóknin var afturskyggn gagnarannsókn þar sem notuð voru gögn sem skráð voru í rauntíma. Hún náði til allra þeirra sem greindust með brátt hjartadrep, STEMI eða NSTEMI, á Íslandi á tímabilinu 1. janúar 2014 – 31. desember 2020. Notaðar voru al- þjóðlegar klínískar leiðbeiningar við skilgreiningu á bráðu hjarta- drepi, en þar segir að brátt hjartadrep verði þegar bráð blóðþurrð í hjarta veldur dauða hjartavöðvafrumna, sem leiðir til hækk- unar á trópónín (cTn) I og T.14 Gögn fengust úr sænska SCAAR- SWEDEHEART-gagnagrunninum sem geymir upplýsingar um þá sem hafa fengið brátt hjartadrep. Hann er tengdur gagnagrunni hjartaþræðingadeildar Landspítala og má því finna alla þá sjúk- linga sem hafa farið í hjartaþræðingu á Landspítala. Upplýsingar grunnsins eru skráðar í rauntíma. Reglulegt handahófskennt gæðaeftirlit sýnir að gögn í SCAAR-SWEDEHEART samsvarar gögnum í sjúkraskrám í 96% tilvika. Upphaf tímabilsins var mið- að við árið 2014 til að tryggja samræmi í greiningu, því 2013 var tekin upp ný og næmari mæliaðferð á trópónín T (hs-TnT) og er því sambærileg blóðrannsókn notuð á öllu tímabilinu 2014-2020. Ungir einstaklingar voru skilgreindir sem konur 55 ára og yngri og karlar 50 ára og yngri, því konur fá yfirleitt hjarta- og æðasjúkdóma seinna en karlar.16 Til samanburðar voru eldri sjúk- lingar, konur eldri en 55 ára og karlar eldri en 50 ára. Mannfjöldaupplýsingar fengust frá Hagstofu Íslands. Upp- lýsingar um áhættuþætti, niðurstöðu kransæðamyndatöku og meðferð fengust úr SWEDEHEART. Upplýsingar um dánardag og dánarorsök voru fengnar frá Dánarmeinaskrá landlæknis. Þar sem upplýsingar um dauðsföll fyrir komu á sjúkrahús lágu ekki fyrir í þeim gögnum sem notuð voru, voru þeir einstaklingar ekki teknir með í þessa rannsókn. Áhættuþættirnir sem voru skoðaðir í gagnagrunninum voru reykingar, blóðfituröskun, sykursýki, háþrýstingur og líkams- þyngdarstuðull. Flett var upp í sjúkraskrám þeirra sjúklinga sem ekki voru með skýra skráningu á sjúkdómsgreiningu í gagna- grunninum og í nokkrum tilvikum þar sem augljósar innslátt- arvillur fundust. Reykingar voru flokkaðar í: „reykir“, „áður reykt >1 mánuð“ og „aldrei reykt“. Skráningarnar um hvort einstaklingar væru á blóðfitulækkandi lyfjum eða með meðhöndlaðan háþrýsting voru notaðar til nálgunar við raunverulega stöðu áhættuþáttanna blóðfituröskun og háþrýstingur. Líkamsþyngdarstuðull (LÞS) var fenginn út frá hæð og þyngd einstaklinga. Út frá því var hægt að flokka einstaklinga eftir því hvort þeir voru of léttir (<18,5 kg/m2), í kjörþyngd (18,5 kg/m2 til <25 kg/m2), í yfirþyngd (25,0 kg/m2 til <30 kg/m2), eða með offitu (≥30 kg/m2). Einnig voru upplýsingar um hvort einstaklingur hefði sögu um kransæðasjúkdóm (hjarta- drep, kransæðavíkkun, kransæðahjáveituaðgerð) sóttar í gagna- grunninn. Lýsandi tölfræði var notuð til að lýsa rannsóknarþýðinu, með- altölum, staðalfrávikum og hlutföllum og voru kí-kvaðrat-próf og einþátta fervikagreining (ANOVA) notuð til að bera saman yngri og eldri hóp. T-próf var notað til að kanna tölfræðilega marktækni á hlutfalli áhættuþátta milli aldurshópa. Línuleg aðhvarfsgreining var notuð til að kanna tölfræðilega marktækni á breytingu á ný- gengi og hlutföllum yfir tímabil. Kaplan-Meier-lifunarkúrfur og log-rank-próf var notað til þess að bera saman lifun og tíðni endur- tekinna áfalla milli aldurshópa. Eftirfylgnitími var eitt ár. Miðað var við p<0,05 fyrir tölfræðilega marktækni. Notað var Microsoft® Excel (version 16.41) og Rstudio (version 1.4.1103) við tölfræðiúr- vinnslu. Við upphaf gagnasöfnunar lágu fyrir leyfi frá vísindasiðanefnd (19-183-V2), Embætti landlæknis um aðgang að gögnum úr dánar- meinaskrá (2104018/5.6.1) og hafði framkvæmdastjóri lækninga á Landspítala heimilað aðgang að sjúkraskrám sjúklinga. Niðurstöður Tafla I sýnir dreifingu áhættuþátta, sjúkdómsgreininga og annarra þátta sem skilgreina þýðið. Sjúklingar voru alls 2852 talsins, þarf af voru 344 (12%) í yngri hópnum og 2508 (88%) í eldri hópnum. Hlutfall STEMI var hærra meðal yngri sjúklinga (52% á móti 35%, p<0,001). Á tímabilinu 2014-2020 var ekki sýnt fram á breytingu á ný- gengi bráðs hjartadreps, hvorki á meðal yngri einstaklinga né í samanburðarhópnum (mynd 1). Ekki var sýnt fram á breytingu á nýgengi bráðs hjartadreps yfir tímabilið meðal karla og kvenna í yngri aldurshópnum (mynd 2). Reykingar voru algengari í yngri aldurshópnum (50% á móti 26%, p<0,001) (mynd 3A) á meðan fleiri í eldri samanburðarhópn- um voru með fyrri sögu um reykingar (áður reykt >1 mán.) (47% á móti 25%, p<0,001). Hlutfallslega fleiri í eldri aldurshópnum voru á blóðfitulækkandi lyfjum (47% á móti 18%, p<0,001) og með með- höndlaðan háþrýsting (64% á móti 35%, p<0,001). Eldri einstakling- um með sykursýki fjölgaði yfir tímabilið en ekki var sýnt fram á mun milli yngri og eldri aldurshóps (17% á móti 20%, p=0,2) (mynd 3B). Hlutfall einstaklinga með líkamsþyngdarstuðul yfir 25,0 kg/ m2 var svipað í yngri og eldri aldurshópnum (83% á móti 80%), en offita var marktækt algengari í yngri aldurshópnum (47% á móti 36%, p<0,05)) (tafla I). Í töflu II sést hvernig áhættuþættir skiptast á milli kynjanna í

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.