Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.2022, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 01.10.2022, Blaðsíða 15
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 443 R A N N S Ó K N með hjartadrep, en þar hefur hlutfallið verið á bilinu 49-60%.6,8 Þetta er þó mun hærra hlutfall en hlutfall þeirra sem reyktu í almennu þýði hér á landi á rannsóknartímabilinu en það voru 7-12%. Einnig er hægt að skoða ákveðin aldursbil í almennu þýði og má þá sjá að á aldrinum 18-29 ára reykja um 2,6%, á bilinu 30-39 ára reykja 5,4% og 8,5% á aldursbilinu 40-49 ára.21 Hlut- fallslega fleiri í eldri aldurshópnum höfðu áður reykt en magn fyrri reykinga er ekki skráð. Hlutfall reykinga hefur ekki lækk- að í yngri aldurshópnum eins og sjá má í öðrum rannsóknum á ungum einstaklingum.6, 11 Líklegt er að yngri sjúklingar með brátt hjartadrep kunni að hafa ógreinda blóðfituröskun við komu. Í yngri aldurshópnum voru 18% á blóðfitulækkandi lyfjum en notkun skráningarinnar blóðfitulækkandi lyf vangreinir líklega blóðfituröskun. Einstak- lingar í hárri áhættu á hjarta- og æðasjúkdómum eru oftast settir á blóðfitulækkandi lyf.22,23 Eldri sjúklingarnir í okkar þýði voru einnig marktækt fleiri með sögu um kransæðasjúkdóm, en þessir sjúklingar eru einnig oftast settir á blóðfitulækkandi lyf.1,18 Á með- al eldri sjúklinga voru 467 (40%) á kólesteróllækkandi lyfjameðferð án þess að hafa fyrri sögu um brátt hjartadrep. Í yngri hópnum voru 17% sjúklinga með þekkta sykursýki og ungra kvenna var ekki marktæk en samkvæmt erlendum rann- sóknum virðist nýgengi yngri kvenna fara hækkandi.6,9 STEMI var algengari gerð hjartaáfalls meðal yngri sjúklinga samanborið við eldri sjúklinga. Það kemur heim og saman við það sem bent hefur verið á, að yngri sjúklingar eru yfirleitt með STEMI og færri æðaskellur en eldri sjúklingar eru yfirleitt með NSTEMI en lengra kominn kransæðasjúkdóm með meiri vegg- kölkunum. Kalkaðar æðaskellur valda síður bráðu rofi í æða- veggnum og lokun heldur en mýkri fituríkari æðaskellur. Þessar rannsóknir voru þó ekki gerðar sérstaklega á yngri aldurshóp- um.3,17 Rannsókn sýndi einnig að reykingar væru nátengdur áhættuþáttur fyrir STEMI, en í okkar rannsókn sást að yngri sjúklingar reyktu hlutfallslega meira en eldri aldurshópurinn.17 Þeir sem reykja eru líklegri til að fá hjartadrep af völdum blóð- sega en STEMI verður einmitt oftast vegna rofs á æðakölkunar- skellu sem leiðir til blóðsegamyndunar. Reykingar draga úr tPA (tissue plasminogen activator) frá æðaþelinu sem veldur segaleys- ingu.14,18-20 Því má velta því fyrir sér hvort reykingar séu ástæða hærra hlutfalls STEMI-tilfella í yngri aldurshópnum. Um 50% í yngri aldurshópnum reyktu en það er sambærilegt þeim erlendu rannsóknum sem skoðað hafa áhættuþætti yngri einstaklinga Mynd 4. A: Andlát af öllum orsökum (all-cause mortality) innan árs út frá aldurs- hópum (p<0,05). B: Andlát af völdum hjarta- og æðasjúkdóma (cardiovascular mortality) innan árs út frá aldurshópum (p<0,05). C: Endurtekið brátt hjartadrep innan árs út frá aldurshópum (p=0,3). Rauðu og bláskyggðu svæðin sýna öryggisbil.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.