Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.2022, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 01.10.2022, Blaðsíða 19
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 447 R A N N S Ó K N Inngangur Á Íslandi getur einn af hverjum þremur íbúum vænst þess að fá krabbamein einhvern tíma á ævinni. Algengust eru krabbamein í brjóstum, blöðruhálskirtli, ristli og endaþarmi og lungum.1 Þó aldursstaðlað nýgengi ákveðinna krabbameina fari nú lækkandi eftir áratuga vöxt, sérstaklega meðal karla, er gert ráð fyrir að krabbameinstilvikum fjölgi mikið á næstu árum.2 Ástæða þess er fyrst og fremst fólksfjölgun og hækkandi meðalaldur þjóðarinn- ar. Spár samtaka norrænu krabbameinsskránna gera ráð fyrir að krabbameinstilvikum hér á landi fjölgi um 25% fram til ársins 2030 en þá er reiknað með að 2210 mein greinist að meðaltali árlega í stað 1750 meina árin 2016-2020.2 Lifendum (survivors) mun að sama skapi fjölga verulega og er því spáð að árið 2027 verði um 20.000 manns á lífi hér á landi sem hafa fengið krabbamein. Talsverður hluti þeirra mun þurfa áframhaldandi meðferð eða endurhæfingu. Að greinast með krabbamein er flestum verulegt áfall og rann- sóknir sýna að óháð alvarleika sjúkdómsins er aukin hætta á sjálfs- vígum, hjartaáföllum og ýmsum geðröskunum fyrstu vikurnar á eftir.3-5 Krabbamein hafa ekki aðeins mikil áhrif á þá sem veikjast Jóhanna E. Torfadóttir1,2 næringar- og lýðheilsufræðingur Sigrún Elva Einarsdóttir1 lýðheilsufræðingur Ásgeir R. Helgason1,3 dósent í sálfræði Birna Þórisdóttir4 næringarfræðingur Rebekka Björg Guðmundsdóttir2 lýðheilsufræðingur Anna Bára Unnarsdóttir2 lýðheilsufræðingur Laufey Tryggvadóttir5,6 faraldsfræðingur Helgi Birgisson5 læknir Guðfinna Halla Þorvaldsdóttir1 sálfræðingur 1Krabbameinsfélag Íslands, 2Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands, 3Háskólinn í Reykjavík, 4Heilbrigðisvísindastofnun Háskóla Íslands, 5Rannsókna- og skráningarsetur Krabbameinsfélagsins, 6læknadeild Háskóla Íslands Fyrirspurnum svarar Jóhanna Torfadóttir, jet@hi.is Á G R I P INNGANGUR Spáð er mikilli fjölgun krabbameinstilfella á Íslandi næstu áratugi. Mikilvægt er að fá aukna innsýn í reynslu þeirra sem greinast með krabbamein með það að markmiði að bæta lífsgæði þeirra og horfur. AÐFERÐIR Rannsóknin Áttavitinn náði til 4575 einstaklinga sem greindust með krabbamein á árunum 2015 til 2019 á Íslandi og voru 18 ára eða eldri. Þátttakendur svöruðu rafrænum spurningalista einu sinni á tímabilinu 2020 til 2021. NIÐURSTÖÐUR Alls svöruðu 1672 (37%) einstaklingar spurningalistanum. Meðalaldur við greiningu var 59 ár (±12). Flestir voru upplýstir um að þeir væru með krabbamein í viðtali hjá lækni (67%) en fjórðungur fékk upplýsingarnar símleiðis. Alls töldu 77% þátttakenda að vel hefði verið staðið að greiningunni þó hlutfallslega færri konur (73%) en karlar (83%). Færri voru ánægðir meðal þeirra sem fengu upplýsingar um krabbameinsgreiningu símleiðis (62%) en í viðtali (85%) (p<0,001). Fleiri konur (58%) en karlar (33%) sögðu að þau hefðu þurft stuðning frá heilbrigðisstarfsfólki vegna andlegrar líðanar í greiningarferlinu (p<0,001). Hjá 36% þátttakenda leið meira en einn mánuður frá greiningu þar til meðferð hófst árið 2015 borið saman við 51% árið 2019. Þörf fyrir ýmis úrræði meðan á meðferð stóð, svo sem sjúkraþjálfun, sálfræðiþjónustu eða næringarráðgjöf, var metin reglulega hjá 20-30% þátttakenda. ÁLYKTUN Fjórðungur þeirra sem greindust með krabbamein fengu upplýsingar um greiningu í gegnum síma í stað viðtals. Vísbending er um að tíminn frá greiningu þar til krabbameinsmeðferð hefst sé að lengjast. Meta þarf hvort hægt sé að styðja betur við einstaklinga með krabbamein í greiningar- og meðferðarferlinu út frá þörfum hvers og eins. Áttavitinn – rannsókn á reynslu einstaklinga af greiningu og meðferð krabbameina á Íslandi árin 2015-2019

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.