Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.2022, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 01.10.2022, Blaðsíða 39
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 467 Madison í Wisconsin í Bandaríkjunum þar sem pabbi hennar, Sigurður Einarsson, stundaði sérnám í meltingarlækningum. „Ég flutti út 6 ára og bjó þar í 9 ár. For- eldrar mínir ákváðu að sækja um ríkis- borgararétt fyrir okkur,“ segir hún og að hún hafi ekki mikið nýtt rétt sinn hingað til. „En ég hef þó kosið,“ segir hún og vill hreint ekki viðurkenna að pabbi hennar sé fyrirmyndin að því að hún stökk í lækn- isfræði. „Ég ætlaði lengi vel ekki að verða læknir út af pabba. Ég er svolítið þrjósk,“ segir hún og hlær. Heimspeki hafi heill- að en áhugasviðspróf leiddi hana á rétta braut. „Prófið snerist fyrst og fremst um það hvort maður vildi vinna með fólki, hlutum, gögn eða hugmyndir. Mig minnir að ég hafi áttað mig á því að mig langaði að vinna með fólki en líka með hugmynd- ir og þar hafi læknisfræðin svolítið staðið upp úr,“ og hún viðurkennir að niður- staðan eigi bæði við læknisfræðina og pólitíkina. „Mörgum finnst þetta alls ekki passa saman, mér finnst ég hafa lært margt af hvoru tveggja sem getur styrkt mig í hinu. Svo hefur læknisfræðin sínar takmarkan- ir,“ segir hún. „Ég hef haft mikinn áhuga á geðheilbrigðismálum og stofnaði geð- fræðslufélagið Hugrúnu með nokkrum úr stúdentapólitíkinni,“ segir hún. „Ég vann á endurhæfingargeðdeild sumarið eftir fjórða ár. Þá áttaði ég mig á því að það er svo margt sem pólitíkin ákveður sem hefur mikil áhrif á líf fólks,“ segir hún. Það að fólk búi í húsnæði og hafi eitthvað milli handanna skipti máli fyrir geðheilsu fólks. Ekki megi aðskilja þetta alveg. „Mér finnst skipta máli að læknar séu ekki skoðanalausir þegar kemur að pólitík. Þeir eiga að beita sér í þágu skjól- stæðinga sína, því læknisfræðin getur ekki lagað allt.“ Eins og heyra má hefur Ragna sveifl- ast milli pólitíkur og læknisfræðinnar. „Það hentar sumum að vera allt í öllu, en ég fann að það að vera svona virk í stúdentapólitík hafði áhrif á námið mitt. Ég tók því þá ákvörðun og þegar ég varð forseti Stúdentaráðs, sem er launuð staða, að taka árs frí frá námi,“ segir hún. „Ég tók hlé frá nám þegar ég varð borgarfulltrúi til að sinna því starfi en tók síðan hlé frá borgarfulltrúastarfinu til að klára námið. Nú er ég aftur komin í smá hlé frá pólitík til að sinna læknis- fræðinni,“ segir hún og hlakkar til ársins framundan. „Ég verð á flakki kandídatsárið mitt. Var tvo mánuði á háls-, nef- og eyrna- deildinni sem var valið mitt. Þar kláraði ég í byrjun ágúst,“ segir hún. Nú fer hún á lyflækningasvið í einn mánuð, eftir mánaðarfrí, fyrst og fremst á hjarta- deildinni. „Svo fer ég til Húsavíkur á heilsugæsl- una í tvo mánuði og á Heilsugæsluna í Garðabæ í aðra tvo. Loks er það Akranes í fjóra mánuði: bæði á skurð- og lyflækn- ingadeild. Svo klára ég kandídatsárið með mánaðardvöl á lyflækningasviði Landspít- ala,“ segir hún. „Ég hef alltaf unnið öll sumur á Landspítala og langaði að kynnast ein- hverju öðru,“ segir hún og hlakkar til mánaðanna. „Ég hef gaman af því að fara á mismunandi staði og kynnast fólki. Mér finnst fjölbreytnin mjög skemmtileg.“ Framtíðin skýrist En hvað svo? Verður Ragna næsti Dagur B? Borgarstjóri og læknir: „Ég hef nú feng- ið þessa spurningu áður. Ég veit það ekki. Ragna Sigurðardóttir fyrrum borgarfulltrúi hefur nú sett pólitíkina á hliðarlínuna og hafið kandídatsárið sem hún mun stunda víða um land. Mynd/gag Ég þekki Dag vel og við höfum unnið vel saman. Hann hefur náð árangri í pólitík og er góð fyrirmynd en ég hef alltaf farið mínar eigin leiðir,“ segir hún og brosir. „Mig langar núna að helga mig kandídatsári og sérnámi. Svo kemur fram- tíðin í ljós. Kannski leiðist ég aftur út í pólitík. Ég veit það ekki. Það gæti gerst,“ segir Ragna og lokar engum dyrum eins og sannur pólitíkus. „Það er liðin tíð að fólk ákveði starfs- vettvang fyrir alla starfsævina,“ segir hún og minnir því á mikilvægi þess að læknastarfið komi til til móts við þarfir fólks. Við þurfum að mæta þörfum þeirra sem hafa lagt þetta nám á sig og fengið jafnvel sérhæfingu. Það er svo mikilvægt að það þurfi ekki að hörfa frá, séu vinnu- aðstæðurnar ósamræmanlegar lífi þeirra,“ segir hún. „Nú helga ég mig læknisfræðinni en veit ekkert hvað gerist eftir 5, 10 eða 20 ár.“ • 2016-2018 Fulltrúi stúdenta í háskólaráði Háskóla Íslands • 2017-2018 Formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands • 2018-2020 Varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík • 2020-2022 Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík • 2020-2022 Forseti Ungs jafnaðarfólks Pólitískur ferill Rögnu Sigurðardóttur

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.