Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.2022, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 01.10.2022, Blaðsíða 28
456 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 T I L F E L L I M Á N A Ð A R I N S Svar við tilfelli Í fyrstu var grunur um heilablæðingu vegna skyndilegs höfuð- verkjar og skertrar meðvitundar. Neikvætt CT innan 6 klukku- stunda frá upphafi einkenna útilokar nær alveg blæðingu og var því horft til annarra skýringa. Augnskoðunin benti til truflunar í heilastofni (medial longitudinal fasciculus). Á heilaæðamyndunum sem sýndar eru á mynd 2 sést truflun á blóðflæði í efsta hluta botnslagæðar (basilar artery) með truflun á flæði út í hægri aftari heilaslagæð (posterior cerebral artery, PCA). Þar var komin skýringin á skertri meðvitund og þvoglumæli. Botnslagæð heilans verður til úr hægri og vinstri hryggjarslag- æðum (vertibral arteries) og frá henni greinast mikilvægar æðar sem næra heilastofninn, stúku (thalamus), litla heila og hnakkablað (occipital lobe). Æðar til þessara mikilvægu hluta heilans greinast frá botnslagæðinni á mismunandi stöðum og því veldur mismunandi staðsetning lokunar í æðinni mismunandi klínískum einkennum. Til hrygg- og botnslagæðarkerfis (vertibrobasilar) flæðir um fimmt- ungur af blóðflæði til heilans á meðan 80% fara í fremri æðarn- ar.1 Slag í aftari blóðveitu heilans er um 15-20% allra heilaslaga og 1-4% blóðþurrðarslaga eru á grunni lokunar í botnslagæð.2 Bráð lokun í botnslagæð er alvarlegt ástand og getur valdið mikilli fötlun eða dauða. Skjót greining og meðferð er því mikil- væg. Hins vegar getur þessi greining verið með erfiðustu áskor- unum færustu lækna. Klínísk skoðun gegnir þar vissulega mik- ilvægu hlutverki. Einkenni geta verið til staðar sem benda til blóðþurrðar í aftara kerfi heilans (heilastofni/litla heila) eins og augntin (nystagmus), augnhreyfitruflanir/tvísýni eða aðrar sjón- truflanir, stjórnleysi í búk eða útlimum (ataxia) og skert heyrn. Helftarlömun, skyntruflun og taltruflun geta verið til staðar eins og við blóðþurrð í fremra kerfi. Fyrstu einkenni blóðflæðitruflun- ar í botnslagæð geta verið „svimi og jafnvægisleysi“, ástand sem getur átt sér ýmsar aðrar skýringar. Til að greina orsök á grunni blóðflæðitruflunar í heila frá útlægri orsök eins og steinaflakki eða bólgu á heyrnartaug notum við helst HINTS-prófið, sem er mjög næmt próf,3 og eins er lykilatriði að skoða hvort um önn- ur brottfallseinkenni frá taugakerfi er að ræða. Hlutfall þeirra sjúklinga með svima sem greinast með blóðflæðitruflun í botn-/ hryggjarslagæð er afar lágt, 1-4%.3,4 Önnur og ósértækari einkenni geta verið aukið rugl, minnisleysi, skert meðvitund, ógleði og uppköst. Einkenni geta verið breytileg, sjúklingar verið nær ein- kennalausir inn á milli og síðan versnað skyndilega eins og átti við hér.2 Þetta undirstrikar mikilvægi náinnar vöktunar sjúklings ef grunur er um blóðflæðitruflun í botnslagæð. Rannsóknir hafa sýnt að bráð uppvinnsla heilaáfalla í aftara kerfi heilans tekur marktækt lengri tíma en truflun í því fremra, munurinn er allt að 20 mínútur.5 Sá tími er hlutfallslega langur þegar stefnt er að því að gefa segaleysandi meðferð í æð á um 20 mínútum frá komu sjúklings á bráðamóttöku (door-to-needle time). Þessi töf skýrist meðal annars af þessum ósértæku einkennum sjúklingsins, færri augljósum stigum á NIHSS-skalanum (National Institutes of Health Stroke Scale) (6 á móti 13) sem nær illa utan um einkenni frá aftari hjáveitu6 og þannig vaknar seinna grunur um einkenni á grunni heilaáfalls. Meðferð við bráðri lokun í botnslagæð er segaleysandi meðferð í æð og segabrottnám. Án meðferðar eru horfur mjög slæmar, lík- ur á dauða um 90%, líkur á sjálfbjarga ástandi nær engar.7 Ekki verður farið nákvæmlega í þessar meðferðir hér heldur er vísað í nýlega yfirgripsmikla grein Alberts Páls Sigurðssonar í Lækna- blaðinu.8 Í þessu tilfelli sem lýst er hér sást flæðishindrun í toppi botn- slagæðar sem benti til blóðsega. Einkennin voru breytileg og nokkuð ósértæk og því var æðamyndatakan lykilatriði í þeirri ákvörðun að vakta sjúkling náið á hágæslustæði taugalækninga- deildar. Skömmu eftir komu þangað hrakaði sjúklingi hratt, strax var brugðist við með gjöf segaleysandi lyfs í æð og sjúklingur fluttur í skyndi á æðaþræðingarstofu með það í huga að fjarlægja segann. Það kom hins vegar ekki til þar sem að um 15 mínútum eftir versnun voru einkenni sjúklings nær engin og í innæða- myndatöku sást vel opin botnslagæð. Sjúklingur útskrifaðist heim einkennalaus 9 dögum eftir heilaáfallið og hefur farnast vel síðan. Við uppvinnslu kom í ljós gáttaflökt og því var sett inn fyrirbyggj- andi blóðþynningarmeðferð. Ef sjúklingurinn hefði legið eftirlitslaus og ekki fengið bráða- meðferð má ímynda sér önnur og alvarlegri afdrif. Sérstakar þakkir eru færðar Ágústi Hilmarssyni, taugasérfræð- ingi, fyrir yfirlestur og góðar ábendingar. Heimildir 1. Boyajian RA, Schwend RB, Wolfe MM, et al. Measurement of Anterior and Posterior Circulation Flow Contributions to Cerebral Blood Flow: An Ultrasound-derived Volumetric Flow Analysis. J Neuroimaging 1995; 5: 1-3. 2. Demel SL, Broderick JP. Basilar Occlusion Syndromes: An Update. Neurohospitalist 2015; 5: 142-50. 3. Kattah JC, Talkad AV, Wang DZ, et al. HINTS to Diagnose Stroke in the Acute Vestibular Syndrome: Three-Step Bedside Oculomotor Examination More Sensitive Than Early MRI Diffusion-Weighted Imaging. Stroke 2009; 40: 3504-10. 4. Örnólfsson ÁE, Hjaltested E, Margrétardóttir ÓB, et al. Svimi á bráðamóttöku - vantar á okkur klíníska nefið? Læknablaðið 2016; 2016: 551-5. 5. Sarraj A, Medrek S, Albright K, et al. Posterior Circulation Stroke is Associated with Prolonged Door-to-Needle Time. Int J Stroke 2015; 10: 672-8. 6. Martin-Schild S, Albright KC, Tanksley J, et al. Zero on the NIHSS Does Not Equal the Absence of Stroke. Ann Emerg Med 2011; 57: 42-5. 7. Lindsberg PJ, Mattle HP. Therapy of Basilar Artery Occlusion: A Systematic Analysis Comparing Intra-Arterial and Intravenous Thrombolysis. Stroke 2006; 37: 922-8. 8. Sigurðsson AP, Gunnarsson Þ, Þórisson HM, et al. Lokun í botn- og hryggslagæð heila. Sjúkratilfelli og yfirlit. Læknablaðið 2020; 106: 302-9. Mynd 2. Tölvusneiðmynd af hálsi og höfði með skuggaefni í slagæðarfasa sýnir lokun á toppi botnslagæðar (ör).

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.