Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.2022, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.10.2022, Blaðsíða 11
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 439 R A N N S Ó K N Inngangur Blóðþurrðarsjúkdómar í hjarta eru ein helsta dánarorsök í heim- inum í dag.1,2 Horfur sjúklinga hafa batnað með framförum í lyfja- meðferð og hjartainngripum en dánartíðnin er ennþá há. Þrátt fyr- ir að skammtíma dánartíðni sé hærri hjá sjúklingum með þverlægt hjartavöðvadrep (ST-elevation myocardial infarction, STEMI) eru langtímahorfur svipaðar meðal sjúklinga með STEMI og óþverlægt hjartavöðvadrep (non-ST-elevation myocardial infarcion, NSTEMI). Dánartíðni af völdum hjartasjúkdóma er há meðal sjúklinga með NSTEMI. Það gæti skýrst af því að sjúklingar með NSTEMI eru yfirleitt eldri, með fleiri áhættuþætti og dreifðari kransæðasjúk- dóm en þeir sjúklingar sem fá STEMI, sem eru yfirleitt yngri og hafa færri æðakölkunarskellur. Skyndidauði vegna hjartadreps er aftur á móti mun algengari eftir STEMI.1,3 Aldur og karlkyn eru meðal áhættuþátta kransæðasjúkdóma. Karlar virðast vera í meiri áhættu á að fá hjartadrep framan af ævi, en með hækkandi aldri minnkar bilið á milli kynjanna hvað þetta varðar.4 Nýgengi bráðs hjartadreps hefur farið lækkandi í almennu þýði á undanförnum árum. Þrátt fyrir það fer algengi kransæðasjúk- dóms hækkandi, annars vegar vegna öldrunar þjóðarinnar og hins vegar vegna betri horfa eftir áfall.5-7 Fjöldi erlendra rannsókna Kolfinna Gautadóttir1 læknanemi Ingibjörg Jóna Guðmundsdóttir1,2 læknir Martin Ingi Sigurðsson1,3 læknir Karl Andersen1,2 læknir 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2hjartadeild Landspítala, 3svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala. Fyrirspurnum svarar Karl Andersen, andersen@landspitali.is Á G R I P INNGANGUR Nýgengi bráðs hjartadreps hefur lækkað í almennu þýði á undanförnum áratugum en margt bendir til þess að þetta eigi ekki við um yngstu aldurshópana. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna nýgengi, áhættuþætti og horfur eftir brátt hjartadrep meðal ungra einstaklinga hér á landi. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Rannsóknin var afturskyggn gagnarannsókn. Gögn fengust úr gagnagrunni SCAAR-SWEDEHEART, sjúkraskrám Landspítala og Dánarmeinaskrá landlæknis. Í rannsóknarþýðinu var faraldsfræði milli kvenna ≤55 ára og karla ≤50 ára sem greindust með brátt hjartadrep (STEMI/NSTEMI) á Íslandi á árunum 2014-2020 borin saman við eldri sjúklinga. NIÐURSTÖÐUR Af öllum STEMI- og NSTEMI-tilfellum á Íslandi á tímabilinu (2852) voru 344 sjúklingar (12%) ungir. Ekki var sýnt fram á breytingu á nýgengi bráðs hjartadreps meðal yngri aldurshópsins á tímabilinu. Hlutfall STEMI var hærra meðal yngri sjúklinga samanborið við eldri (52% á móti 35%, p<0,001). Reykingar (50% á móti 26%, p<0,001) og offita (líkamsþyngdarstuðull >30 kg/m2) (47% á móti 36%, p<0,01) voru algengari í yngri aldurshópnum samanborið við þann eldri. Eldri sjúklingar voru líklegri til að deyja ári eftir áfall, bæði af öllum orsökum (7% á móti 3%, p<0,05) og af völdum hjarta- og æðasjúkdóma (7% á móti 3%, p<0,05). Ekki var sýnt fram á mun á hlutfalli yngri og eldri einstaklinga með endurtekið brátt hjartadrep ári eftir áfall (2% á móti 3%, p=0,3). ÁLYKTANIR Á rannsóknartímabilinu var ekki sýnt fram á breytingu á nýgengi bráðs hjartadreps meðal yngri einstaklinga. Yngri einstaklingar með brátt hjartadrep hafa aðra áhættuþætti en þeir eldri, þeir hafa lægra dánarhlutfall en sömu líkur á endurteknu hjartadrepi ári eftir áfallið. Brátt hjartadrep meðal yngri einstaklinga: rannsókn á nýgengi, áhættuþáttum og horfum

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.