Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.10.2022, Side 20

Læknablaðið - 01.10.2022, Side 20
448 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 R A N N S Ó K N og aðstandendur þeirra, heldur eru áhrifin á heilbrigðiskerfið, efnahagslíf og samfélagið í heild einnig mikil.6 Evrópusambandið samþykkti evrópska krabbameinsáætlun árið 2021, víðfeðma sóknaráætlun um forvarnir, greiningu, með- ferð og lífsgæði fólks.7 Markmiðið er að hægt sé að grípa til áhrifa- ríkari aðgerða gegn krabbameinum og ná tímasettum og fjármögn- uðum markmiðum. Íslenskri krabbameinsáætlun, sem unnin var á árunum 2016-2017 og samþykkt snemma árs 2019, er ætlað sama hlutverk.8 Til að mæta þörfum krabbameinsgreindra sem best og til að ávinningur af meðferð verði sem mestur, er mikilvægt að taka tillit til reynslu þeirra sem greinast með krabbamein. Markmið rannsóknarinnar var að afla upplýsinga um reynslu fullorðinna einstaklinga sem greindust með krabbamein á Íslandi árin 2015-2019. Hér verður greint frá niðurstöðum varðandi að- draganda greiningar, greiningarferlið og krabbameinsmeðferðina. Efniviður og aðferðir Í Áttavitanum, rannsókn Krabbameinsfélags Íslands, er skoðuð reynsla þeirra sem greinst hafa með krabbamein og fengið með- ferð við því.9 Rannsóknin byggir á spurningalista sem notaður hefur verið í rannsóknir hjá Krabbameinsfélagi Danmerkur og þýddur og aðlagaður að íslenskum aðstæðum. Helsta markmið rannsóknarinnar er að styðja við bættar aðstæður þeirra sem greinast með krabbamein, þar sem niðurstöður hennar munu gefa góða innsýn í hvernig þörfum þeirra sem greinast er mætt og hvort og hvar úrbóta er þörf. Gögn í Áttavitanum byggja á svörum fólks sem greindist með krabbamein árin 2015 til 2019 og var þá 18-80 ára. Alls fengu 4575 einstaklingar, sem höfðu greinst með krabbamein samkvæmt upplýsingum úr Krabbameinsskrá, boðsbréf í rannsóknina, ásamt áminningu (sjá flæðirit). Einstaklingum með setmein (in situ) í brjóstum var ekki boðin þátttaka. Slík mein eru skráð hjá Krabba- meinsskrá en ekki gefin út í almennu nýgengi vegna þess að þau meinvarpast ekki. Þátttakendur svöruðu spurningalistanum eftir að hafa skráð sig með rafrænum skilríkjum á vefsíðu Krabbameins- félagsins og gefið upplýst samþykki fyrir þátttöku. Ef þátttakandi hafði greinst oftar en einu sinni með krabbamein var viðkomandi beðinn að svara listanum út frá síðustu greiningu krabbameins. Gagnasöfnun fór fram á tímabilinu 8. júní 2020 til 1. maí 2021. Eftir að boðsbréfin voru send út höfðu nokkrir samband úr úr- takshópnum, sem könnuðust ekki við að hafa greinst með krabba- mein og í kjölfar þess var ákveðið að einstaklingar með húðmein önnur en sortuæxli (n=340) myndu ekki fá frekari áminningar um þátttöku. Minnt var á rannsóknina með símaskilaboðum í lok júní 2020 og lokaáminning um rannsóknina fólst í símtali á tímabilinu desember 2020 til febrúar 2021. Spurningalistinn samanstóð af 107 spurningum, flestum með fyrirfram gefnum svarmöguleikum. Spurt var um aðdraganda greiningar, greiningarferlið, krabbameinsmeðferðina, samskipti við heilbrigðisstarfsfólk, aðstoð og stuðning frá aðstandendum og vinum, aðra sjúkdóma, stuðning og ráðgjöf í meðferð, atvinnu og fjárhag í veikindum, lok meðferðar (hjá þeim sem það átti við), heildarupplifun af þjónustu í heilbrigðiskerfinu, líkamlega og andlega líðan og bakgrunnsupplýsingar. Flestar spurninganna byggja á spurningum frá nýlegum rannsóknum danska krabba- meinsfélagsins.10 Auk þess voru notaðar staðlaðar spurningar sem meta lífsgæði fólks með krabbamein (íslenska útgáfan af EORTC QLQ-C30),11 einkenni þunglyndis (PHQ-9)12 og einkenni áfallastreituröskunar í tengslum við að greinast með krabba- mein (DSM-5).13,14 Bakgrunnsspurningar byggðu á spurningalista rannsóknar Embættis landlæknis, Heilsa og líðan Íslendinga. Upp- lýsingar um kyn, aldur við greiningu og meingerð voru fengnar úr Krabbameinsskrá Íslands hjá Rannsóknar- og skráningarsetri Krabbameinsfélagsins. Kyn 12 þátttakenda var ekki þekkt. Svör þátttakenda verða aftur samkeyrð við gögn Krabbameinsskrár 10 árum eftir að Áttavitinn hófst til að meta hvort þættir í aðdraganda greiningar, greiningarferlinu eða í meðferð hafi tengsl við horfur. Vísindasiðanefnd gaf leyfi (VSN-20-006) fyrir rannsókninni 28. janúar árið 2020. Forritið R (RStudio útgáfa 1.4.1717 með R útgáfu 4.1.1) var not- að við tölfræðilegar greiningar. Í lýsandi tölfræði var ekki sýndur fjöldi þeirra sem merktu við svarmöguleikann „Get ekki svarað/ veit ekki“ eða „Man ekki“. Upplýsingar um fjöldann sem svaraði þannig má sjá í skýrslum um rannsóknina á vefsíðu Krabbameins- félagsins, þegar svarhlutfallið fyrir þessa svarmöguleika fór yfir 1%.9 Öll tölfræðipróf voru tvíkosta. Kí-kvaðrat próf var notað til að bera saman hlutföll og p-gildi <0,05 töldust tölfræðilega marktæk. Tvíkosta lógistískri aðhvarfsgreiningu var beitt til að meta algeng- ishlutfall (prevalence ratio, PR) og 95% öryggisbil (confidence interval, CI) til að meta tímalengd („innan við mánuður“ á móti „meira en mánuður“) frá greiningu að upphafi fyrstu meðferðar eftir grein- ingarári, þar sem miðað var við árið 2015. Notuð voru tvö líkön sem gáfu annars vegar óleiðrétta niðurstöðu og hins vegar niður- stöðu þar sem leiðrétt var fyrir kyni og aldri við greiningu. Niðurstöður Alls svöruðu 1672 einstaklingar spurningalista rannsóknarinnar (37% svarhlutfall) af þeim 4575 sem fengu boðsbréf ásamt áminn- ingu um rannsóknina. Algengustu krabbamein þátttakenda voru í brjósti (29%), blöðruhálskirtli (16%) og ristli og endaþarmi (11%). Meðalaldur þátttakenda við greiningu var 59 ár (tafla I). Meðalald- ur úrtakshópsins var 65 ár þegar rannsóknin hófst og meðalaldur þeirra sem tóku þátt var 63 ár. Að meðaltali voru liðin um 3,5 ár frá greiningu. Hlutfallslega fleiri konur en karlar voru í úrtakshópn- um,53% og hlutfall kvenna sem tók þátt í Áttavitanum var 57% (N=1040). Meðalaldur karla við greiningu var hærri en kvenna, 63 ár á móti 58 árum (p<0,001). Búseta þátttakenda var í samræmi við búsetu þjóðarinnar samkvæmt Þjóðskrá og ekki tölfræðilega Fjöldi þeirra sem fenguð boðsbréf og áminningu um þátttöku N=4575 Fjöldi þeirra sem fengu boðsbréf í rannsóknina í júní 2020 N=4915 (53% konur) Skráðu sig ekki í rannsóknina N=2903 Skráðu sig í rannsóknina N=1672 (57% konur) Einstaklingar með húðmein önnur en sortuæxli fengu ekki frekara boð í rannsóknina N=340 Flæðirit sem sýnir boðun og þátttöku í rannsókn Áttavitans.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.